Hluti af dagskrá Iceland Airwaves verður á Hard Rock í Lækjargötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 15:59 Hér mun Hard Rock opna í haust. Vísir/Stefán Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu. Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu.
Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28
Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22
Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00