Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2016 20:30 Kínversk rannsóknastöð rís nú á sveitabæ skammt frá Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Heimskautastofnun Kína hyggst rannsaka þar norðurljósin í samstarfi við íslenskar vísindastofnanir. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af framkvæmdunum og teikningar af stöðinni, eins og hún mun líta út fullbúin. Við hringveginn í Reykjadal, tvo kílómetra sunnan Laugaskóla, stendur jörðin Kárhóll og þar sjáum við byggingarkrana, steypudælu og steypubíl. Fyrirtækið SS-byggir á Akureyri er að steypa upp sjöhundruð fermetra rannsóknahús fyrir íslenska sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory, sem atvinnuþróunarfélög Eyfirðinga og Þingeyinga stofnuðu ásamt fleirum. SS-byggir á Akureyri annast uppsteypu hússins.Stö- 2/Friðrik Þór Halldórsson. Félagið keypti jörðina fyrir 80 milljónir króna og reisir bygginguna fyrir yfir 300 milljónir króna. Kostnaðurinn verður greiddur með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. Verkefnið hófst í framhaldi af samstarfssamningi íslenskra og kínverska stjórnvalda árið 2012 um norðurslóðir en þar var meðal annars gert ráð fyrir þeim möguleika að koma á fót norðurljósaathuganastöð á Íslandi. Kínversk fjárfesting í þingeyskum sveitadal hefur hins vegar vakið tortryggni hjá sumum, sem hafa spurt hvort hér sé eitthvað annað á ferðinni en saklaus norðurljósarannsóknastöð. Svona mun rannsóknastöðin í Reykjadal líta út fullbyggð. Laugar í baksýn.Grafík/Aurora Observatory. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir þessa tortryggni hins vegar algerlega óþarfa. Íslenskar vísindastofnanir verði í samstarfi við þá kínversku, þeirra á meðal Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands og Háskólinn á Akureyri. Stöðin verði jafnframt opin vísindamönnum annarra þjóða. Þá sé ráðgert að hafa gestastofu í húsinu sem verði opin almenningi. Reinhard segir stöðina skapa ómæld tækifæri fyrir alþjóðlegt vísindasamstarf, en einnig fyrir norðurljósaferðamennsku á Norðurlandi. Þá stuðli hún beint og óbeint að fjölbreyttara atvinnulífi í héraðinu. Áformað er að starfsemin hefjist fyrir lok þessa árs en húsið verður þó ekki fullbyggt fyrr en á næsta ári. Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína. Fulltrúar Raunvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Háskólans á Akureyri verða í vísindaráði.Grafík/Aurora Observatory. Þingeyjarsveit Norðurslóðir Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00 Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24 Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46 Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Kínversk rannsóknastöð rís nú á sveitabæ skammt frá Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Heimskautastofnun Kína hyggst rannsaka þar norðurljósin í samstarfi við íslenskar vísindastofnanir. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af framkvæmdunum og teikningar af stöðinni, eins og hún mun líta út fullbúin. Við hringveginn í Reykjadal, tvo kílómetra sunnan Laugaskóla, stendur jörðin Kárhóll og þar sjáum við byggingarkrana, steypudælu og steypubíl. Fyrirtækið SS-byggir á Akureyri er að steypa upp sjöhundruð fermetra rannsóknahús fyrir íslenska sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory, sem atvinnuþróunarfélög Eyfirðinga og Þingeyinga stofnuðu ásamt fleirum. SS-byggir á Akureyri annast uppsteypu hússins.Stö- 2/Friðrik Þór Halldórsson. Félagið keypti jörðina fyrir 80 milljónir króna og reisir bygginguna fyrir yfir 300 milljónir króna. Kostnaðurinn verður greiddur með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. Verkefnið hófst í framhaldi af samstarfssamningi íslenskra og kínverska stjórnvalda árið 2012 um norðurslóðir en þar var meðal annars gert ráð fyrir þeim möguleika að koma á fót norðurljósaathuganastöð á Íslandi. Kínversk fjárfesting í þingeyskum sveitadal hefur hins vegar vakið tortryggni hjá sumum, sem hafa spurt hvort hér sé eitthvað annað á ferðinni en saklaus norðurljósarannsóknastöð. Svona mun rannsóknastöðin í Reykjadal líta út fullbyggð. Laugar í baksýn.Grafík/Aurora Observatory. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir þessa tortryggni hins vegar algerlega óþarfa. Íslenskar vísindastofnanir verði í samstarfi við þá kínversku, þeirra á meðal Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands og Háskólinn á Akureyri. Stöðin verði jafnframt opin vísindamönnum annarra þjóða. Þá sé ráðgert að hafa gestastofu í húsinu sem verði opin almenningi. Reinhard segir stöðina skapa ómæld tækifæri fyrir alþjóðlegt vísindasamstarf, en einnig fyrir norðurljósaferðamennsku á Norðurlandi. Þá stuðli hún beint og óbeint að fjölbreyttara atvinnulífi í héraðinu. Áformað er að starfsemin hefjist fyrir lok þessa árs en húsið verður þó ekki fullbyggt fyrr en á næsta ári. Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína. Fulltrúar Raunvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Háskólans á Akureyri verða í vísindaráði.Grafík/Aurora Observatory.
Þingeyjarsveit Norðurslóðir Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00 Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24 Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46 Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24
Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19
Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57
Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46
Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19