Öfugsnúin mjólkurhagfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun