Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 10:51 Maðurinn rann niður snjóhengjuna. Nauðsynlegt er að grafa holur í gegnum ísinn svo hægt sé að leita undir honum. Vísir/Landsbjörg Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27