Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 10:51 Maðurinn rann niður snjóhengjuna. Nauðsynlegt er að grafa holur í gegnum ísinn svo hægt sé að leita undir honum. Vísir/Landsbjörg Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27