Leiðbeiningar á stýrið fyrir erlenda ökumenn Nadine Yaghi skrifar 14. júlí 2016 07:00 Zack Fry frá Ohio í Bandaríkjunum skoðar nýja stýrisspjaldið. MYND/SAF Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Sjá meira
Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Sjá meira