Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 10:43 Einn af fórnarlömbum árásanna í Nice í gærkvöldi. vísir/getty Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12