Segir samherja sinn í Fram hafa grafið undan sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:59 Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram, Ásmundur Arnarsson í miðjunni og Ingólfur lengst til hægri. myndir/fram Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira