Rekinn, sektaður og fangelsaður fyrir að brjótast inn í tölvu mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 23:00 Njósnari bandaríska hafnarboltaliðsins St. Louis Cardinals gekk alltof langt í að reyna að afla sér upplýsinga um mótherjana liðsins. Svo langt gekk hann að hann situr nú eftir atvinnulaus í fangelsi með 34 milljón króna sekt á bakinu. Hinn 35 ára gamli Chris Correa starfaði sem yfirnjósnari hjá St. Louis Cardinals en varð uppvís að því að brjótast inn í tölvukerfi Houston Astros. Chris Correa fékk 46 mánaða fangelsisdóm en auk þess þurfti hann að borga 279 þúsund dollara í sekt eða meira en 34 milljónir íslenskra króna. Upp komst um athæfi Chris Correa í júní 2014 þegar framkvæmdastjóri Houston Astros lét vita af þessu en hann hafði áður unnið fyrir Cardinals-liðið. Chris Correa hefur beðist afsökunar á framferði sínu en hann getur gleymt því að fá vinni í bandaríska hafnarboltanum þar sem eftir lifir ævi sinnar. „Ég braut gegn mínum gildum og þetta var rangt hjá mér. Ég hegðaði mér skammarlega. Þetta er það versta sem ég hef gert á allri minni ævi," sagði Chris Correa. Bandaríska alríkislögreglan metur það sem svo að Houston Astros hafi tapað 1,7 milljónum dollara vegna „innbrots" Chris Correa en það eru 208 milljónir íslenskra króna. Chris Correa hefur fengið sinn dóm og sína refsingu en það má líka búast við því að bandaríska hafnarboltadeildin mun refsa St. Louis Cardinals fyrir verknað starfsmanns þeirra. MLB-deildin mun bíða með refsingu þangað til að menn þar á bæ hafa fengið að fara í gegnum öll málsgögn. Aðrar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Njósnari bandaríska hafnarboltaliðsins St. Louis Cardinals gekk alltof langt í að reyna að afla sér upplýsinga um mótherjana liðsins. Svo langt gekk hann að hann situr nú eftir atvinnulaus í fangelsi með 34 milljón króna sekt á bakinu. Hinn 35 ára gamli Chris Correa starfaði sem yfirnjósnari hjá St. Louis Cardinals en varð uppvís að því að brjótast inn í tölvukerfi Houston Astros. Chris Correa fékk 46 mánaða fangelsisdóm en auk þess þurfti hann að borga 279 þúsund dollara í sekt eða meira en 34 milljónir íslenskra króna. Upp komst um athæfi Chris Correa í júní 2014 þegar framkvæmdastjóri Houston Astros lét vita af þessu en hann hafði áður unnið fyrir Cardinals-liðið. Chris Correa hefur beðist afsökunar á framferði sínu en hann getur gleymt því að fá vinni í bandaríska hafnarboltanum þar sem eftir lifir ævi sinnar. „Ég braut gegn mínum gildum og þetta var rangt hjá mér. Ég hegðaði mér skammarlega. Þetta er það versta sem ég hef gert á allri minni ævi," sagði Chris Correa. Bandaríska alríkislögreglan metur það sem svo að Houston Astros hafi tapað 1,7 milljónum dollara vegna „innbrots" Chris Correa en það eru 208 milljónir íslenskra króna. Chris Correa hefur fengið sinn dóm og sína refsingu en það má líka búast við því að bandaríska hafnarboltadeildin mun refsa St. Louis Cardinals fyrir verknað starfsmanns þeirra. MLB-deildin mun bíða með refsingu þangað til að menn þar á bæ hafa fengið að fara í gegnum öll málsgögn.
Aðrar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira