Lífið

Falleg kveðja frá danska ríkisútvarpinu: „Takk fyrir allt Ísland!“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskoti úr myndbandi DR1
Skjáskoti úr myndbandi DR1 vísir
Danska ríkisútvarpið DR1 sendir strákunum okkar kveðju á Facebook-síðu sinni í kvöld með orðunum „En fantastisk EM-eventyr er slut. Áfram Ísland! Frankrig er videre til semifinalen med en sejr på 5-2 over Island,“ sem á íslensku væri: „Frábæru EM-ævintýri er lokið. Áfram Ísland! Frakkland fer áfram í undanúrslitin með 5-2 sigri á Íslandi.“

Myndbandið er síðan afar skemmtilegt en víkingaklappið er fyrirferðarmikið enda hefur það vakið mikla athygli og notið vinsælda í Danmörku. Þannig var það tekið í útskrift frá Háskólanum í Árósum á dögunum og svo safnaðist fólk saman á Ráðhústorginu í Köben á föstudag og klappaði saman fyrir strákana okkar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.