Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið keppni í Evrópumeistaramótinu í fótbolta eru enn fjórir leikir eftir. Nú hefur keppnin staðið yfir í rúmar þrjár vikur og margt gerst á mótinu, bæði utan vallar og innan, sem þykir skemmtilegt. Nokkrir sniðugir netverjar hafa safnað saman fyndnustu augnablikunum frá þessari keppni og má sjá þau hér að ofan í meðfylgjandi myndbandi.
Eitt af því sem er þema í gegnum myndbandið er það sem virðist vera undarleg árátta Joachim Löw landsliðsþjálfara þýska liðsins að setja hendur inn á brækur sínar og þefa svo af. Hann er greinilega ekki að átta sig á því að á honum séu myndavélar allan tímann sem leikirnir eru í gangi.
Það er greinilega eitthvað grunsamlegt að gerast í brókinni hjá Löw á EM.

