Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júlí 2016 14:30 Vísir/Getty Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45