Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 08:15 Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins. Vísir/Getty Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Sjá meira
Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Sjá meira