Innlent

Flugumferðarstjórar funda í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fundað verður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13.
Fundað verður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13. Vísir/Ernir
Samningafundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia hefur verið boðaður klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Takist ekki samningar verður deilunni vísað til gerðardóms næstkomandi föstudag.

Lítið hefur miðað í viðræðunum sem staðið hafa yfir frá því í nóvember. Alþingi setti lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra hinn 8. júní síðastliðinn en samkvæmt þeim hafa samninganefndir frest fram á föstudag til að ná sáttum í deilunni, annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra.

Deiluaðilar hafa undanfarna daga reynt að ná sáttum, en neita þó að gefa upp hver gangur viðræðnanna er nú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×