Steingrímur leiðir lista VG í norðaustur Jóhann Óli eiÐSSON skrifar 20. júní 2016 14:09 Steingrímur J. sækist eftir endurkjöri. vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri X16 Norðaustur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri
X16 Norðaustur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira