Ronaldo gagnrýni hugarfar íslensku strákanna sem og fögnuð strákanna okkar í leikslok en hann vildi heldur ekki skipta um treyju við landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson.
Í kjölfarið fór í gang herferð á samfélagsmiðlum undir merkinu „Shirts for Aron" þar sem allskyns fólk fór að bjóða Aroni Einari treyjur.
Nú virðist herferðin hafa borið árangur því Aron Einar er kominn með portúgalska treyju í hendurnar.
Sjá einnig: Aron Einar: Er mikill United-maður og vildi því skipta á treyju við Ronaldo
Alfreð Finnbogason birtir mynd af sér í dag með Aroni Einari Gunnarssyni þar sem landsliðsfyrirliðinn heldur á treyju Cristiano Ronaldo.
Það fylgir þó ekki í sögunni hvort að Aron Einar hafi fengið treyjuna senda frá Cristiano Ronaldo sjálfum eða einhverjum öðrum.
Hvort það var Cristiano Ronaldo eða einhver annar sem sendi Aroni Einari portúgalska treyju númer sjö þá höfðu landsstrákarnir greinilega mjög gaman af sendingunni.
We are happy that we could make @ronnimall 's dream come true!! #shirtsforaron pic.twitter.com/MFowCstnQ0
— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) June 20, 2016