Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 15:30 Skráðir forsvarsmenn trúfélags zúista hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og sitja nú í stjórn trúfélagsins og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Vísir Skráðir forsvarsmenn rekstrarfélagsins Zuism hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og svara nú fyrir trúfélag zúista og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Zúistar vöktu mikla athygli í fjölmiðlum fyrir síðustu áramót fyrir stefnu sína, sem felur í sér ádeilu á sóknarnefndarkerfið svonefnda. Hétu þeir að endurgreiða öllum þeim sem skráðu sig í félagið sóknargjöldin sem félagið fengi greitt úr Ríkissjóði samkvæmt lögum um trúfélög. Rúmlega þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið, sem eftir stendur sem eitt stærsta trúfélag landsins. En í ársbyrjun var greint frá því að smávægilegt babb hefði komið í bátinn, zúistar fengju ekki að skrá rekstrarfélag hjá ríkisskattstjóra og stjórnarmenn þess vegna beðið um frest á greiðslu sóknargjalda til sín.Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum.Vísir/GettyHins vegar er það svo að rekstrarfélag er til í fyrirtækjaskrá sem ber heitið Zuism og er skráð fyrir rekstri trúfélags. Það félag ku vera á vegum þeirra sem stofnuðu trúfélagið hér á landi árið 2013 en það var óvirkt til ársins 2015 þegar nýr hópur tók yfir félagið og hóf trúboð. Samkvæmt heimildum Vísis telur fyrri hópurinn, sá sem stofnaði félagið upphaflega og er skráð fyrir rekstrarfélaginu í fyrirtækjaskrá, sig þó enn í forsvari fyrir félagið. Ágreiningur virðist vera milli hópanna tveggja hvað það varðar. Fyrri hópurinn hefur þannig stefnt Ríkissjóði til greiðslu sóknargjaldanna sem síðari hópurinn hefur lofað að endurgreiða meðlimum. Hvorugur hópurinn vill mikið tjá sig um málið en síðari hópurinn staðfestir þó að stefnan á hendur Ríkissjóði sé á höndum stofnenda félagsins og að mál þeirra sjálfra séu í meðferð í stjórnsýslunni.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista.Ekki hefur náðst í stofnendur zúista til að spyrja hvað þeir hyggist gera við fjármunina, komist héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að þeir eigi rétt á þeim. Alls eru um 3200 manns skráðir í félagið. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu nemur 10.800 krónum og því nemur heildarupphæðin sem stofnendurnir telja sig eiga rétt á um 35 milljónum króna. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður nýrrar stjórnar zúista, var í viðtali við Vísi fyrir áramót spurður hvort stjórnin gæti tryggt það að meðlimir félagsins fengju sóknargjöldin endurgreidd þar sem aðrir væru í forsvari fyrir rekstrarfélagið. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning,” sagði Ísak. „Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið.“ Kastljós greindi frá því í fyrra að hópurinn sem nú hefur stefnt Ríkissjóði telji þrjá einstaklinga, þar af tvo bræður sem hafi nýlega verið til rannsóknar vegna meintra fjármálabrota hér á landi. Fyrirtaka í máli þeirra gegn Ríkissjóði fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Skráðir forsvarsmenn rekstrarfélagsins Zuism hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og svara nú fyrir trúfélag zúista og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Zúistar vöktu mikla athygli í fjölmiðlum fyrir síðustu áramót fyrir stefnu sína, sem felur í sér ádeilu á sóknarnefndarkerfið svonefnda. Hétu þeir að endurgreiða öllum þeim sem skráðu sig í félagið sóknargjöldin sem félagið fengi greitt úr Ríkissjóði samkvæmt lögum um trúfélög. Rúmlega þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið, sem eftir stendur sem eitt stærsta trúfélag landsins. En í ársbyrjun var greint frá því að smávægilegt babb hefði komið í bátinn, zúistar fengju ekki að skrá rekstrarfélag hjá ríkisskattstjóra og stjórnarmenn þess vegna beðið um frest á greiðslu sóknargjalda til sín.Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum.Vísir/GettyHins vegar er það svo að rekstrarfélag er til í fyrirtækjaskrá sem ber heitið Zuism og er skráð fyrir rekstri trúfélags. Það félag ku vera á vegum þeirra sem stofnuðu trúfélagið hér á landi árið 2013 en það var óvirkt til ársins 2015 þegar nýr hópur tók yfir félagið og hóf trúboð. Samkvæmt heimildum Vísis telur fyrri hópurinn, sá sem stofnaði félagið upphaflega og er skráð fyrir rekstrarfélaginu í fyrirtækjaskrá, sig þó enn í forsvari fyrir félagið. Ágreiningur virðist vera milli hópanna tveggja hvað það varðar. Fyrri hópurinn hefur þannig stefnt Ríkissjóði til greiðslu sóknargjaldanna sem síðari hópurinn hefur lofað að endurgreiða meðlimum. Hvorugur hópurinn vill mikið tjá sig um málið en síðari hópurinn staðfestir þó að stefnan á hendur Ríkissjóði sé á höndum stofnenda félagsins og að mál þeirra sjálfra séu í meðferð í stjórnsýslunni.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista.Ekki hefur náðst í stofnendur zúista til að spyrja hvað þeir hyggist gera við fjármunina, komist héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að þeir eigi rétt á þeim. Alls eru um 3200 manns skráðir í félagið. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu nemur 10.800 krónum og því nemur heildarupphæðin sem stofnendurnir telja sig eiga rétt á um 35 milljónum króna. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður nýrrar stjórnar zúista, var í viðtali við Vísi fyrir áramót spurður hvort stjórnin gæti tryggt það að meðlimir félagsins fengju sóknargjöldin endurgreidd þar sem aðrir væru í forsvari fyrir rekstrarfélagið. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning,” sagði Ísak. „Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið.“ Kastljós greindi frá því í fyrra að hópurinn sem nú hefur stefnt Ríkissjóði telji þrjá einstaklinga, þar af tvo bræður sem hafi nýlega verið til rannsóknar vegna meintra fjármálabrota hér á landi. Fyrirtaka í máli þeirra gegn Ríkissjóði fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30