Stelpurnar unnu Skotana sannfærandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 16:51 Frá leik með íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira