Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2016 10:15 Landsliðsmenn og framtíðarlandsliðsmenn. Frá vinstri: Margeir, Eiður Smári, Arnaldur, Aron Einar, Sverrir Ingi, Jóhann Berg og Kolbeinn. Fimm manna fjölskylda frá Íslandi sem verið hefur á ferð og flugi um Frakkland undanfarnar tæpar tvær vikur nýtti vel eins dags heimsókn til fjallabæjarins Annecy í gær. Ungir knattspyrnumenn hittu hetjurnar sínar í landsliðinu á förnum vegi og foreldrarnir gátu nýtt atkvæðarétt sinn í forsetakosningunum þökk sé „Bjargvættinum“ frá Vestmannaeyjum. Arnaldur með íslenskan fána, sem nú er áritaður af landsliðsmönnum í bak og fyrir, á leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Einar Ásgeirsson og Olga Perla Nielsen flugu til Mílanó þann 13. júní og hafa síðan verið á ferðalagi um Frakkland. Fyrst á bílaleigubíl og síðan hefur verið ferðast í lestum. Með í för eru synirnir Arnaldur Ásgeir og Margeir Orri, báðir miklir Þróttarar, að ógleymdum Hreiðari sex er rétt orðinn sex mánaða en var ekkert nema brosið í steikjandi hitanum í Annecy þegar blaðamaður hitti á fjölskylduna. Fimmmenningarnir tóku lestina frá Lyon til Annecy í gærmorgun og skelltu sér í göngutúr niðri við vatnið í Annecy. Þar urðu strákarnir ungu stjörnustjarfir þegar þeir mættu engum öðrum en Eiði Smára Guðjohnsen og fleirum úr íslenska landsliðinu. Þeir voru á leiðinni í hjólatúr niðri við vatn en mjög heitt var í veðri í gær og hiti um og yfir 30 gráður. Hreiðar Einarsson er einn yngsti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í Frakklandi. Einar lýsir landsliðsmönnunum sem miklum fagmönnum enda hafi þeir gefið kost á myndatöku og ekki látið sig muna um að árita bækur og fána fyrir strákana. Arnaldur og Margeir sáu okkar menn gera jafntefli í dramatískum leikjum bæði í Saint-Étienne og Marseille en það var allt annað þegar augun mættust. Stór stund. Blaðamaður hitti svo á fjölskylduna um kvöldmatarleytið þegar hún var mætt á hótelið þar sem íslensku blaðamennirnir dvelja í Annecy. Þar hafði Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, komið upp utanfundarkjörstað þar sem fjölmiðlamenn gátu kosið og nýttu þau Einar og Olga tækifærið og gengu til kosninga. Margeir, Einar, Arnaldur, Olga og Hreiðar eftir að gengið var til kosninga í gær.Vísir/KTDMartin hefur verið kallaður Bjargvætturinn eftir að hann bjargaði ÍBV frá falli tvö ár í röð á tíunda áratugnum með marki í lokaumferð Íslandsmótsins. Í fyrrakvöld heimsótti hann strákana á hótelið í Annecy og gaf þeim færi á að kjósa sem sumir nýttu sér, aðrir ekki.Á meðan foreldrarnir kusu lá Hreiðar sex mánaða í kerrunni sinni og brosti út að eyrum. Engin mannafæla þar heldur sannkallaður gleðigjafi.Eftir að hafa kosið hélt svo fjölskyldan upp í strætó niður á lestarstöð þaðan sem haldið var aftur til Lyon þar sem systir Einars býr með fjölskyldu sinni. Framundan er annað stórmót í knattspyrnu, heima á Íslandi, en Arnaldur Ásgeir er að fara að keppa með 5. flokki Þróttar á N1 mótinu. Þá var Margeir Orri í eldlínunni með 7. flokki Þróttar á Norðurálsmótinu á Akranesi á dögunum. Skammt stórra móta á milli. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Fimm manna fjölskylda frá Íslandi sem verið hefur á ferð og flugi um Frakkland undanfarnar tæpar tvær vikur nýtti vel eins dags heimsókn til fjallabæjarins Annecy í gær. Ungir knattspyrnumenn hittu hetjurnar sínar í landsliðinu á förnum vegi og foreldrarnir gátu nýtt atkvæðarétt sinn í forsetakosningunum þökk sé „Bjargvættinum“ frá Vestmannaeyjum. Arnaldur með íslenskan fána, sem nú er áritaður af landsliðsmönnum í bak og fyrir, á leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Einar Ásgeirsson og Olga Perla Nielsen flugu til Mílanó þann 13. júní og hafa síðan verið á ferðalagi um Frakkland. Fyrst á bílaleigubíl og síðan hefur verið ferðast í lestum. Með í för eru synirnir Arnaldur Ásgeir og Margeir Orri, báðir miklir Þróttarar, að ógleymdum Hreiðari sex er rétt orðinn sex mánaða en var ekkert nema brosið í steikjandi hitanum í Annecy þegar blaðamaður hitti á fjölskylduna. Fimmmenningarnir tóku lestina frá Lyon til Annecy í gærmorgun og skelltu sér í göngutúr niðri við vatnið í Annecy. Þar urðu strákarnir ungu stjörnustjarfir þegar þeir mættu engum öðrum en Eiði Smára Guðjohnsen og fleirum úr íslenska landsliðinu. Þeir voru á leiðinni í hjólatúr niðri við vatn en mjög heitt var í veðri í gær og hiti um og yfir 30 gráður. Hreiðar Einarsson er einn yngsti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í Frakklandi. Einar lýsir landsliðsmönnunum sem miklum fagmönnum enda hafi þeir gefið kost á myndatöku og ekki látið sig muna um að árita bækur og fána fyrir strákana. Arnaldur og Margeir sáu okkar menn gera jafntefli í dramatískum leikjum bæði í Saint-Étienne og Marseille en það var allt annað þegar augun mættust. Stór stund. Blaðamaður hitti svo á fjölskylduna um kvöldmatarleytið þegar hún var mætt á hótelið þar sem íslensku blaðamennirnir dvelja í Annecy. Þar hafði Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, komið upp utanfundarkjörstað þar sem fjölmiðlamenn gátu kosið og nýttu þau Einar og Olga tækifærið og gengu til kosninga. Margeir, Einar, Arnaldur, Olga og Hreiðar eftir að gengið var til kosninga í gær.Vísir/KTDMartin hefur verið kallaður Bjargvætturinn eftir að hann bjargaði ÍBV frá falli tvö ár í röð á tíunda áratugnum með marki í lokaumferð Íslandsmótsins. Í fyrrakvöld heimsótti hann strákana á hótelið í Annecy og gaf þeim færi á að kjósa sem sumir nýttu sér, aðrir ekki.Á meðan foreldrarnir kusu lá Hreiðar sex mánaða í kerrunni sinni og brosti út að eyrum. Engin mannafæla þar heldur sannkallaður gleðigjafi.Eftir að hafa kosið hélt svo fjölskyldan upp í strætó niður á lestarstöð þaðan sem haldið var aftur til Lyon þar sem systir Einars býr með fjölskyldu sinni. Framundan er annað stórmót í knattspyrnu, heima á Íslandi, en Arnaldur Ásgeir er að fara að keppa með 5. flokki Þróttar á N1 mótinu. Þá var Margeir Orri í eldlínunni með 7. flokki Þróttar á Norðurálsmótinu á Akranesi á dögunum. Skammt stórra móta á milli.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16
Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels