Nýr forseti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun