Ólafur Ragnar: Stór dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu og sögu lýðveldisins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2016 17:55 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hvernig sem leikur Íslands og Englands fer í kvöld sé hann sigurganga fyrir íslenskan fótbolta. Ekki megi gera þær kröfur til íslenska liðsins að ef þeir sigra ekki í kvöld sé það örlagatap. „Bara það að þessi leikur skuli fram og íslenska þjóðin skuli sameinast með einn hug og eitt hjarta á þessari stundu er mér nægjanlegt. Ef það vinnst svo sigur þá er það auðvitað stórkostleg viðbót en ég held það sé mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að fyllast ekki þeim metnaði að ef við höldum ekki áfram að sigra þá hafi þetta allt verið unnið fyrir gýg,“ segir Ólafur Ragnar, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn fyrir kvöldinu.Stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu „Þetta er einn stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu en líka mjög stór dagur í sögu lýðveldisins því mér finnst þetta ekki bara vera fótboltahátíð og frábær leikur heldur líka ákveðinn vitnisburður um það að okkur hefur tekist sem þjóð að gera okkur gildandi á mjög afdrifaríkan hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann hyggist heiðra strákana að mótinu loknu, líkt og handboltastrákana, sem fengu riddarakrossinn eftir Ólympíuleikana í Peking, segist hann ekki geta tilkynnt það fyrir fram.Tvíbent að tilkynna orður fyrir fram „Nú er það þannig með orðurnar það þær eru aldrei tilkynntar fyrir fram. Það væri nú ekki gott að fara að fjalla um það fyrir leik. Má ég minna þig á það að þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og forseti Frakklands sæmdi þá alla heiðursorðu þá flugu þeir allir beint til Íslands og spiluðu á Laugardalsvellinum, eins og frægt var, og náðu ekki að sigra okkur Íslendinga. Þannig að það getur verið tvíbent að tilkynna orður fyrir fram.“ Ólafur var jafnframt spurður hvort forsetaembættið geti heiðrað erlenda ríkisborgara, líkt og Lars Lagerback. Hann sagði það vissulega hægt, þrátt fyrir að það sé ekki mjög algengt. „Auðvitað er framlag Lars til íslenskra íþrótta orðið sögulegt. Ekki bara fyrir okkur sem þjóð heldur líka í evrópskum fótbolta.“Sjá einnig:Dorrit: „Ísland er stærsta land í heimi, ekki stórasta“Hugarfar Eiðs Smára veganesti fyrir alla þjóðina Þá sagðist hann ekki eiga sér uppáhalds leikmann, en tók fram að hann bæri mikla virðingu fyrir Eiði Smára Guðjohnsen. „Mér finnst þessi langi ferill Eiðs vera sterk skilaboð að maður sem er búinn að vera svona lengi stór stjarna í evrópskum og íslenskum fótbolta skuli vera þannig gerður að vera bara hér einn af strákunum og til að styðja allt liðið og er í raun og veru alveg sama um hvort hann er inni á vellinum eða situr á varamannabekknum. Það finnst mér hugarfar sem er gott veganesti, ekki bara fyrir liðið sjálft, heldur líka fyrir okkur sem þjóð.“Líkt og greint var frá í dag hittu núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, verðandi forsetahjón, þau Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í Nice í Frakklandi í dag, en þau ætla öll á leikinn í kvöld. Ólafur sagðist fyrst hafa hitt hann í flugvélinni á leið til Frakkalnds, en að Guðni hafi verið örþreyttur, og því fengið að sofa og hvíla sig fyrir daginn í dag. Þau hafi svo öll hist á á torginu í Nice í dag. Þá sagðist hann þekka Guðna og hans fræðistörf vel, og bindi miklar vonir við störf hans.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hvernig sem leikur Íslands og Englands fer í kvöld sé hann sigurganga fyrir íslenskan fótbolta. Ekki megi gera þær kröfur til íslenska liðsins að ef þeir sigra ekki í kvöld sé það örlagatap. „Bara það að þessi leikur skuli fram og íslenska þjóðin skuli sameinast með einn hug og eitt hjarta á þessari stundu er mér nægjanlegt. Ef það vinnst svo sigur þá er það auðvitað stórkostleg viðbót en ég held það sé mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að fyllast ekki þeim metnaði að ef við höldum ekki áfram að sigra þá hafi þetta allt verið unnið fyrir gýg,“ segir Ólafur Ragnar, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn fyrir kvöldinu.Stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu „Þetta er einn stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu en líka mjög stór dagur í sögu lýðveldisins því mér finnst þetta ekki bara vera fótboltahátíð og frábær leikur heldur líka ákveðinn vitnisburður um það að okkur hefur tekist sem þjóð að gera okkur gildandi á mjög afdrifaríkan hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann hyggist heiðra strákana að mótinu loknu, líkt og handboltastrákana, sem fengu riddarakrossinn eftir Ólympíuleikana í Peking, segist hann ekki geta tilkynnt það fyrir fram.Tvíbent að tilkynna orður fyrir fram „Nú er það þannig með orðurnar það þær eru aldrei tilkynntar fyrir fram. Það væri nú ekki gott að fara að fjalla um það fyrir leik. Má ég minna þig á það að þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og forseti Frakklands sæmdi þá alla heiðursorðu þá flugu þeir allir beint til Íslands og spiluðu á Laugardalsvellinum, eins og frægt var, og náðu ekki að sigra okkur Íslendinga. Þannig að það getur verið tvíbent að tilkynna orður fyrir fram.“ Ólafur var jafnframt spurður hvort forsetaembættið geti heiðrað erlenda ríkisborgara, líkt og Lars Lagerback. Hann sagði það vissulega hægt, þrátt fyrir að það sé ekki mjög algengt. „Auðvitað er framlag Lars til íslenskra íþrótta orðið sögulegt. Ekki bara fyrir okkur sem þjóð heldur líka í evrópskum fótbolta.“Sjá einnig:Dorrit: „Ísland er stærsta land í heimi, ekki stórasta“Hugarfar Eiðs Smára veganesti fyrir alla þjóðina Þá sagðist hann ekki eiga sér uppáhalds leikmann, en tók fram að hann bæri mikla virðingu fyrir Eiði Smára Guðjohnsen. „Mér finnst þessi langi ferill Eiðs vera sterk skilaboð að maður sem er búinn að vera svona lengi stór stjarna í evrópskum og íslenskum fótbolta skuli vera þannig gerður að vera bara hér einn af strákunum og til að styðja allt liðið og er í raun og veru alveg sama um hvort hann er inni á vellinum eða situr á varamannabekknum. Það finnst mér hugarfar sem er gott veganesti, ekki bara fyrir liðið sjálft, heldur líka fyrir okkur sem þjóð.“Líkt og greint var frá í dag hittu núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, verðandi forsetahjón, þau Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í Nice í Frakklandi í dag, en þau ætla öll á leikinn í kvöld. Ólafur sagðist fyrst hafa hitt hann í flugvélinni á leið til Frakkalnds, en að Guðni hafi verið örþreyttur, og því fengið að sofa og hvíla sig fyrir daginn í dag. Þau hafi svo öll hist á á torginu í Nice í dag. Þá sagðist hann þekka Guðna og hans fræðistörf vel, og bindi miklar vonir við störf hans.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31