Dagur plataði heimsbyggðina á Twitter: „Minn best heppnaði gjörningur“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 15:39 Piers Morgan og The Guardian kokgleyptu við klisjustaðreyndum Dags Hjartarsonar yfir leiknum í gær. Vísir Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira
Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira