Erlendar rútur raska ró Samtaka ferðaþjónustu Þórdís Valsdóttir skrifar 29. júní 2016 06:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til Ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira