Norðmaður í EM-gleðivímu: Situr uppi með íslenskt nafn næstu tvo mánuði Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Garðar hefur fulla trú á sínum mönnum. Mynd/Facebook/Vilhelm Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54
Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30