Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2016 19:30 Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira