Aron: Sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 12. júní 2016 19:42 Aron í leiknum í kvöld, en hann skoraði sex mörk. vísir/stefán Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira