Andri Snær: „Fólki er óhætt að kjósa með hjartanu“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2016 11:29 Andri Snær Magnason. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara í samræmi við það sem ég hef fundið og það er alveg augljóst af þessum tölum að dæma að það er ekkert að óttast í þessum kosningum,“ segir forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason sem bætir við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Andri bætir við sig 2,2 prósentum milli kannana, fer úr 10,9 prósentum í 13,1 en Halla Tómasdóttir bætir einnig við sig, fer úr 7,3 prósentum í 9,6. „Fólki er óhætt að kjósa með hjartanu,“ segir Andri Snær.Sjá einnig: Fylgi við Andra og Höllu eykst Hann segir að af þessum tölum af dæma sé fólki að verða ljóst að þessi taktíska hugsjón, að kjósa gegn einhverjum, sé misskilningur og að fólk eigi að kjósa með þeim sem það vill fá. „Mér þætti gaman að hefja kosningabaráttuna núna, hætta að tala um Icesave og þorskastríð, og byrja að tala um hvaða verkefni forsetinn vill standa fyrir, hvaða áherslumál hann hefur og hvernig hann sér fyrir sér að hann muni vinna landi og þjóð gagn hér heima og erlendis og hver verður rödd Íslendinga erlendis,“ segir Andri Snær sem er eins og margir Íslendingar spenntur fyrir leik karlalandsliðs Íslands gegn því portúgalska á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Andri ætlar að reyna að komast niður á Ingólfstorg í kvöld og horfa á leikinn en hann er bjartsýnn á gengi okkar manna þegar hann er beðinn um að spá fyrir um úrslit leiksins. „Ég segi að Ísland vinni 1-0, það getur ekki farið öðruvísi.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
„Þetta er bara í samræmi við það sem ég hef fundið og það er alveg augljóst af þessum tölum að dæma að það er ekkert að óttast í þessum kosningum,“ segir forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason sem bætir við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Andri bætir við sig 2,2 prósentum milli kannana, fer úr 10,9 prósentum í 13,1 en Halla Tómasdóttir bætir einnig við sig, fer úr 7,3 prósentum í 9,6. „Fólki er óhætt að kjósa með hjartanu,“ segir Andri Snær.Sjá einnig: Fylgi við Andra og Höllu eykst Hann segir að af þessum tölum af dæma sé fólki að verða ljóst að þessi taktíska hugsjón, að kjósa gegn einhverjum, sé misskilningur og að fólk eigi að kjósa með þeim sem það vill fá. „Mér þætti gaman að hefja kosningabaráttuna núna, hætta að tala um Icesave og þorskastríð, og byrja að tala um hvaða verkefni forsetinn vill standa fyrir, hvaða áherslumál hann hefur og hvernig hann sér fyrir sér að hann muni vinna landi og þjóð gagn hér heima og erlendis og hver verður rödd Íslendinga erlendis,“ segir Andri Snær sem er eins og margir Íslendingar spenntur fyrir leik karlalandsliðs Íslands gegn því portúgalska á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Andri ætlar að reyna að komast niður á Ingólfstorg í kvöld og horfa á leikinn en hann er bjartsýnn á gengi okkar manna þegar hann er beðinn um að spá fyrir um úrslit leiksins. „Ég segi að Ísland vinni 1-0, það getur ekki farið öðruvísi.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira