Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2016 09:38 Vatnsnotkun var heldur minni en á venjulegum degi en greinilega má þó sjá að eitthvað sérstakt var á seyði. Vísir/OR Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira