Umferð hrundi meðan á leik stóð Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2016 12:00 Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30
Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15