Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 14:24 Iron Maiden-vélin sem flutti hljómsveitina á milli áfangastað í tónleikaferðalagi þeirra um heiminn er nú notuð til að flytja Íslendinga á EM í Frakklandi. Vísir/EPA „Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
„Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52
Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25