Fleiri mál tengd vinnumansali Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. júní 2016 07:00 Æ fleiri mál koma til kasta lögreglu. Stjórnvöld eru gagnrýnd í erlendum skýrslum um mansal og þrælahald. Fréttablaðið/Anton Brink Þetta er ótrúlegt magn upplýsinga sem við höfum verið að fá að undanförnu,“ segir Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur mál hafa komið á borð lögreglu undanfarna mánuði sem varða vinnumansal og tilkynningum um slík mál hefur fjölgað mikið. Undanfarin tvö ár hefur verið í gangi mikið fræðsluátak hjá lögreglu og stéttarfélögum þar sem verið er að fræða fólk um einkenni mansals. Snorri segir að það hafi skilað sér í vitundarvakningu meðal almennings. Hins vegar rati fá slík mál á borð dómstóla þar sem löggjöfin sé ekki nógu skýr hvað þessi mál varðar.Almenningur tilkynnir Hann segir þó ekki endilega um að ræða að málin séu fleiri, heldur sé vitund almennings orðin meiri. Fólk horfi öðruvísi á aðstæður fólks og tilkynnir um möguleg mansalsmál. Hann segir alls kyns ábendingar hafa borist til lögreglu undanfarna mánuði. „Það er töluvert mikil aukning. Við höfum til dæmis fengið tilkynningar frá fólki um verkamenn sem búa í skúr einhvers staðar niðri í bæ og hafa ekki aðgang að salerni. Við fáum margar tilkynningar um það sem fólk telur ekki eðlilegt. Í sumum tilfellum á þetta sér eðlilegar útskýringar ,en það að einhver einstaklingur úti í bæ fari allt í einu að horfa á einhvern vinnuskúr og hugsa að þetta séu slæmar aðstæður og tilkynna til lögreglu sýnir okkur að fólk er að vakna til lífsins með þetta.“Viðkvæmir hópar í hættu Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur lýst yfir áhyggjum vegna vísbendinga um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, t.a.m. við uppvask á hótelum, og að sökum viðkvæmrar stöðu þeirra sé mjög auðvelt að brjóta á réttindum þeirra. Hún bendir á að hætta geti skapast á að innlendir eða erlendir aðilar hér á landi nýti sér bága stöðu ört stækkandi hóps flóttafólks og hælisleitenda. Grunur um misneytingu og ógnanir í garð hælisleitenda hefur kviknað hér á landi, sem hefur jafnvel beinst til ættingja hælisleitenda í heimalandi þeirra.Mansal og ferðamannaiðnaður Vinnumansal þrífst almennt vegna mikillar eftirspurnar eftir ódýrum vörum og þjónustu og lélegs eftirlits stjórnvalda. Gerendur nýta sér aukna eftirspurn sér til hagsbóta. Algengast er að vinnumansal og misneyting eigi sér stað í framleiðslugeirum eins og landbúnaði, byggingariðnaði og þjónustustörfum, þá verður vart við hvort tveggja í tengslum við ört vaxandi ferðamannaiðnað. Snorri tekur undir þetta. „Okkur vantar að uppfæra löggjöfina okkar, það sem okkur vantar inn í hana er eitthvað sem nær yfir nauðungarvinnu en fellur ekki endilega undir mansalsákvæðið. Í mörgum öðrum Norðurlöndum er löggjöf sem nær yfir þetta. Þá á ég í raun við millistigið, þegar við getum ekki sýnt fram á mansal en getum sýnt fram á að verið sé að fara illa með fólk í vinnu. Það vantar meiri refsingu við því þegar verið er að fara illa með fólk en það er kannski ekki í nauðung eða frelsissvipt, en samt í hálfgerðum þrældómi,“ útskýrir Snorri. „Finnar hafa notað þetta mikið og þetta hefur virkað vel, þar sem þeir geta ekki fært þetta yfir á mansalsákvæðið.“Pólskar konur á gistiheimili á Suðurlandi Tvær pólskar konur hafa borið því við að hafa verið í nauðung á gistiheimili á Suðurlandi sumarið 2014. Grunur er um vinnumansal og rannsókn ekki lokið enn. Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki fært þann grunaða til yfirheyrslu og ber við manneklu.Vík í Mýrdal Lögreglan handtók karlmann frá Srí Lanka þann 18. febrúar sl. vegna gruns um vinnumansal. Þremur konum var komið í skjól í Kvennaathvarfinu, tvær þeirra hafa staðfesta stöðu þolenda mansals. Málið er statt hjá héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru.Í nauðung á Hótel Adam Lögreglan rannsakar mál erlendrar konu frá því í maí. Konan sagði frá því að sér hefði verið haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. Og að henni hafi verið hótað af eiganda hótelsins að hún yrði handtekin ef hún mótmælti aðstæðum sínum. Hún vann nánast alla daga mánaðarins og fékk 60 þúsund krónur greiddar. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu.Byggingarvinna í miðborginni Fimm manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum yfirvalda í apríl. Ráðist var í tugi húsleita, lagt hald á bókhaldsgögn og nokkrar milljónir í reiðufé. Einn fimmmenninganna er eigandi verktakafyrirtækisins Brotafls og var ákærður í mansalsmáli árið 2009 þegar litháísk kona var flutt nauðug til landsins. Maðurinn var sýknaður. Verktakafyrirtækið Kraftbindingar er sömuleiðis til rannsóknar í málinu. Hátt í sjötíu erlendir verkamenn störfuðu hjá verktakafyrirtækjunum sem eru til rannsóknar. Rannsókn málsins miðast að því hvort þeir hafi verið beittir hótunum eða gabbaðir til landsins.Grunur um vinnumansal hjá Félagi heyrnarlausra Rússnesk kona sem kom til Íslands fyrir þremur mánuðum til að selja happdrættismiða fyrir Félag heyrnarlausra hefur stöðu þolanda mansals á meðan lögregla rannsakar málið. Konan á að hafa borgað þúsund dollara, eða um 125 þúsund krónur, við komuna til landsins. Hún fékk um 20 þúsund krónur í mánaðarlaun.Hildur DungalHvað ætla stjórnvöld að gera? Tvær veigamiklar erlendar skýrslur um mansal og vinnuþrælkun gefa vísbendingu um að málaflokkurinn sé í ólestri á Íslandi. Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í maí. Í henni er talið að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B, sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. Þá kemur gagnrýni á stjórnvöld og ákæruvald fram í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal, sem kom síðast út í júlí á síðasta ári. „Við erum að endurskoða aðferðafræðina og þá í ljósi þess að öll þessi mál eru að koma upp,“ segir Hildur Dungal, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, sem fer fyrir þverfaglegum stýrihópi gegn mansali. „Við sjáum fyrir okkur að geta lagt fram aðgerðir í haust og viljum að áætlunin innihaldi færri aðgerðir til eins eða tveggja ára. Aðgerðunum yrði tryggt fjármagn og þannig væri raunverulega hægt að fara eftir þeim,“ segir Hildur frá. Hún telur þurfa sérstakt eftirlit með aðgerðunum. „Við erum á þeim stað að það þarf einhvern til að fylgja þessu eftir á landsvísu. Mansalsmál koma inn á svið svo margra, það þarf að samhæfa aðgerðir og stefnu,“ segir Hildur. Brýnast segir hún að bæta skilgreiningu á mansali í hegningarlögum. „Það vantar í hana hagnýtingarhlutann,“ segir Hildur. „Breytingin mun hafa mikla þýðingu. Lögregla og ákæruvald getur ekki eingöngu byggt á framburði þolenda. Það þarf að leita leiða til að rannsaka málin á breiðari grundvelli. Þá eru meiri líkur á sakfellingu,“ segir Hildur. Alda Hrönn Jóhannsdóttir hefur gagnrýnt að skilgreiningin sé ekki komin í lög sem á að sporna við mansali og vernda þolendur. Þar sem Ísland hafi ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, þjónustuánauð og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna sem voru þolendur í meintu mansali í Vík í Mýrdal, gagnrýndi harðlega að úrræði sem þeim stóðu til boða dygðu ekki. Aðgerðaáætlun stjórnvalda virkaði ekki, m.a. vegna þess að henni hefði ekki fylgt neitt fjármagn. Neyðarteymi, sem minnst er á í áætluninni og eigi að fara af stað innan 24 stunda og koma þolendum í skjól, sé ekki til. Snorri Birgisson segir blasa við að betri úrræði vanti fyrir mansalsfórnarlömb. Eina úrræðið sem standi til boða sé vistun í Kvennaathvarfinu. „En ég set ekki átta pólska verkamenn í Kvennaathvarfið ef það kemur upp svoleiðis mál.“ Úrræði til þolenda eru á ábyrgð velferðarráðuneytis í gildandi aðgerðaáætlun gegn mansali. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Þetta er ótrúlegt magn upplýsinga sem við höfum verið að fá að undanförnu,“ segir Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur mál hafa komið á borð lögreglu undanfarna mánuði sem varða vinnumansal og tilkynningum um slík mál hefur fjölgað mikið. Undanfarin tvö ár hefur verið í gangi mikið fræðsluátak hjá lögreglu og stéttarfélögum þar sem verið er að fræða fólk um einkenni mansals. Snorri segir að það hafi skilað sér í vitundarvakningu meðal almennings. Hins vegar rati fá slík mál á borð dómstóla þar sem löggjöfin sé ekki nógu skýr hvað þessi mál varðar.Almenningur tilkynnir Hann segir þó ekki endilega um að ræða að málin séu fleiri, heldur sé vitund almennings orðin meiri. Fólk horfi öðruvísi á aðstæður fólks og tilkynnir um möguleg mansalsmál. Hann segir alls kyns ábendingar hafa borist til lögreglu undanfarna mánuði. „Það er töluvert mikil aukning. Við höfum til dæmis fengið tilkynningar frá fólki um verkamenn sem búa í skúr einhvers staðar niðri í bæ og hafa ekki aðgang að salerni. Við fáum margar tilkynningar um það sem fólk telur ekki eðlilegt. Í sumum tilfellum á þetta sér eðlilegar útskýringar ,en það að einhver einstaklingur úti í bæ fari allt í einu að horfa á einhvern vinnuskúr og hugsa að þetta séu slæmar aðstæður og tilkynna til lögreglu sýnir okkur að fólk er að vakna til lífsins með þetta.“Viðkvæmir hópar í hættu Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur lýst yfir áhyggjum vegna vísbendinga um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, t.a.m. við uppvask á hótelum, og að sökum viðkvæmrar stöðu þeirra sé mjög auðvelt að brjóta á réttindum þeirra. Hún bendir á að hætta geti skapast á að innlendir eða erlendir aðilar hér á landi nýti sér bága stöðu ört stækkandi hóps flóttafólks og hælisleitenda. Grunur um misneytingu og ógnanir í garð hælisleitenda hefur kviknað hér á landi, sem hefur jafnvel beinst til ættingja hælisleitenda í heimalandi þeirra.Mansal og ferðamannaiðnaður Vinnumansal þrífst almennt vegna mikillar eftirspurnar eftir ódýrum vörum og þjónustu og lélegs eftirlits stjórnvalda. Gerendur nýta sér aukna eftirspurn sér til hagsbóta. Algengast er að vinnumansal og misneyting eigi sér stað í framleiðslugeirum eins og landbúnaði, byggingariðnaði og þjónustustörfum, þá verður vart við hvort tveggja í tengslum við ört vaxandi ferðamannaiðnað. Snorri tekur undir þetta. „Okkur vantar að uppfæra löggjöfina okkar, það sem okkur vantar inn í hana er eitthvað sem nær yfir nauðungarvinnu en fellur ekki endilega undir mansalsákvæðið. Í mörgum öðrum Norðurlöndum er löggjöf sem nær yfir þetta. Þá á ég í raun við millistigið, þegar við getum ekki sýnt fram á mansal en getum sýnt fram á að verið sé að fara illa með fólk í vinnu. Það vantar meiri refsingu við því þegar verið er að fara illa með fólk en það er kannski ekki í nauðung eða frelsissvipt, en samt í hálfgerðum þrældómi,“ útskýrir Snorri. „Finnar hafa notað þetta mikið og þetta hefur virkað vel, þar sem þeir geta ekki fært þetta yfir á mansalsákvæðið.“Pólskar konur á gistiheimili á Suðurlandi Tvær pólskar konur hafa borið því við að hafa verið í nauðung á gistiheimili á Suðurlandi sumarið 2014. Grunur er um vinnumansal og rannsókn ekki lokið enn. Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki fært þann grunaða til yfirheyrslu og ber við manneklu.Vík í Mýrdal Lögreglan handtók karlmann frá Srí Lanka þann 18. febrúar sl. vegna gruns um vinnumansal. Þremur konum var komið í skjól í Kvennaathvarfinu, tvær þeirra hafa staðfesta stöðu þolenda mansals. Málið er statt hjá héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru.Í nauðung á Hótel Adam Lögreglan rannsakar mál erlendrar konu frá því í maí. Konan sagði frá því að sér hefði verið haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. Og að henni hafi verið hótað af eiganda hótelsins að hún yrði handtekin ef hún mótmælti aðstæðum sínum. Hún vann nánast alla daga mánaðarins og fékk 60 þúsund krónur greiddar. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu.Byggingarvinna í miðborginni Fimm manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum yfirvalda í apríl. Ráðist var í tugi húsleita, lagt hald á bókhaldsgögn og nokkrar milljónir í reiðufé. Einn fimmmenninganna er eigandi verktakafyrirtækisins Brotafls og var ákærður í mansalsmáli árið 2009 þegar litháísk kona var flutt nauðug til landsins. Maðurinn var sýknaður. Verktakafyrirtækið Kraftbindingar er sömuleiðis til rannsóknar í málinu. Hátt í sjötíu erlendir verkamenn störfuðu hjá verktakafyrirtækjunum sem eru til rannsóknar. Rannsókn málsins miðast að því hvort þeir hafi verið beittir hótunum eða gabbaðir til landsins.Grunur um vinnumansal hjá Félagi heyrnarlausra Rússnesk kona sem kom til Íslands fyrir þremur mánuðum til að selja happdrættismiða fyrir Félag heyrnarlausra hefur stöðu þolanda mansals á meðan lögregla rannsakar málið. Konan á að hafa borgað þúsund dollara, eða um 125 þúsund krónur, við komuna til landsins. Hún fékk um 20 þúsund krónur í mánaðarlaun.Hildur DungalHvað ætla stjórnvöld að gera? Tvær veigamiklar erlendar skýrslur um mansal og vinnuþrælkun gefa vísbendingu um að málaflokkurinn sé í ólestri á Íslandi. Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í maí. Í henni er talið að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B, sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. Þá kemur gagnrýni á stjórnvöld og ákæruvald fram í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal, sem kom síðast út í júlí á síðasta ári. „Við erum að endurskoða aðferðafræðina og þá í ljósi þess að öll þessi mál eru að koma upp,“ segir Hildur Dungal, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, sem fer fyrir þverfaglegum stýrihópi gegn mansali. „Við sjáum fyrir okkur að geta lagt fram aðgerðir í haust og viljum að áætlunin innihaldi færri aðgerðir til eins eða tveggja ára. Aðgerðunum yrði tryggt fjármagn og þannig væri raunverulega hægt að fara eftir þeim,“ segir Hildur frá. Hún telur þurfa sérstakt eftirlit með aðgerðunum. „Við erum á þeim stað að það þarf einhvern til að fylgja þessu eftir á landsvísu. Mansalsmál koma inn á svið svo margra, það þarf að samhæfa aðgerðir og stefnu,“ segir Hildur. Brýnast segir hún að bæta skilgreiningu á mansali í hegningarlögum. „Það vantar í hana hagnýtingarhlutann,“ segir Hildur. „Breytingin mun hafa mikla þýðingu. Lögregla og ákæruvald getur ekki eingöngu byggt á framburði þolenda. Það þarf að leita leiða til að rannsaka málin á breiðari grundvelli. Þá eru meiri líkur á sakfellingu,“ segir Hildur. Alda Hrönn Jóhannsdóttir hefur gagnrýnt að skilgreiningin sé ekki komin í lög sem á að sporna við mansali og vernda þolendur. Þar sem Ísland hafi ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, þjónustuánauð og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna sem voru þolendur í meintu mansali í Vík í Mýrdal, gagnrýndi harðlega að úrræði sem þeim stóðu til boða dygðu ekki. Aðgerðaáætlun stjórnvalda virkaði ekki, m.a. vegna þess að henni hefði ekki fylgt neitt fjármagn. Neyðarteymi, sem minnst er á í áætluninni og eigi að fara af stað innan 24 stunda og koma þolendum í skjól, sé ekki til. Snorri Birgisson segir blasa við að betri úrræði vanti fyrir mansalsfórnarlömb. Eina úrræðið sem standi til boða sé vistun í Kvennaathvarfinu. „En ég set ekki átta pólska verkamenn í Kvennaathvarfið ef það kemur upp svoleiðis mál.“ Úrræði til þolenda eru á ábyrgð velferðarráðuneytis í gildandi aðgerðaáætlun gegn mansali.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira