Lífið

Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. Úrslitin þýða að Ungverjar eru svo gott sem komnir í 16 liða úrslit mótsins og gleði stuðningsmanna ungverska liðsins sást vel í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2.

Kolbeinn Tumi Daðason blaðamaður var í beinni frá Marseille að leik loknum og var umvafinn ungverskum stuðningsmönnum í miklu fjöri sem sungu og trölluðu fyrir framan myndavélina. Þeir tóku sig meira að segja til og máluðu Kolbein Tuma í ungversku fánalitunum, allt í beinni útsendingu þar sem ekkert sást til svekktra íslenskra stuðningsmanna.

Myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan.

Nokkrum augnablikum áður höfðu fréttamenn Stöðvar 2 verið stöðvaðir í miðjum klíðum þegar verið var að prófa að öll tæknileg atriði gengju upp fyrir beinu útsendinguna heim til Íslands. Þá gengu Ungverjarnir vasklega til verks eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.