Samþykkja að vísa eflingu atvinnulífs Vestfjarða í nefnd Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. vísir/pjetur Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda