Að elska að hata Samfylkinguna Bolli Héðinsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Afar vinsælt er að finna Samfylkingunni flest til foráttu og kenna henni um flest það sem aflaga fór í síðustu ríkisstjórn og fyrir að hafa ekki leiðrétt allt það ranglæti sem þjóðin hefur verið beitt undanfarna áratugi. Hvort heldur það erný stjórnarskráinnköllun aflaheimildaendurreisn heilbrigðiskerfisins Svo aðeins fátt eitt sé talið. Merkilegt er að engu er líkara en margir þeir sem elska að andskotast út í flokkinn fyrir að hafa „brugðist“ t.d. í stjórnarskrármálinu eða innköllun kvótans virðast gjarnan vera aðilar sem vilja alls ekki nýja stjórnarskrá og engar breytingar á fiskveiðistjórninni, svo undarlega sem það kann að hljóma. Hér mætti t.d. nefna „Virkur í athugasemdum“ en honum er mjög áfram um „svik“ Samfylkingarinnar í stóru sem smáu.Vinstri, hægri, græn, blá Spyrja má hvar eigi að staðsetja Samfylkinguna á hefðbundnum vinstri/hægri – skala og þá jafnvel út frá því hvar aðrir flokkar hafa kosið að staðsetja sig. Hér skulu tilgreind nokkur dæmi.l Er það „vinstri“ við það að halda uppi matvælaverði til almennings með því að hamla innflutningi kjúklinga- og svínakjöts í samkeppni við „innlenda“ framleiðendur með lögheimili á Tortóla?l Hvað er „grænt“ við það að greiða fyrir landgræðslu sem sauðfé fær svo óáreitt að bíta þannig að síðan sé hægt að borga aftur meðgjöf með útflutningi þess sama kjöts? (Eins og prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur rakið í nokkrum blaðagreinum https://www.visir.is/storslysalegur-samningur/article/2016160529251)l Hvað er „vinstri“ við að festa í lög eina mjólkursamsölu í stað þess láta nægja að tryggja að allir bændur sitji við sama borð við söfnun mjólkur til einstakra úrvinnslustöðva Nú vill svo til að þessi þrjú ofangreindu tilvik eru öll einmitt stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka í landbúnaðarmálum en spurningin er, eru þau samt til vinstri? Bændur eiga vísan stuðning allra flokka en það er ekki sama hvernig fjármunum til þeirra er varið hvort halda eigi þeim í fátæktargildru næsta áratuginn eða stokka upp kerfið. Útboð fiskveiðikvóta – vinstri/hægri? Er eitthvað til „vinstri“ við það að neita að láta bjóða í fiskveiðikvóta svo að þjóðin hagnist sem mest á eign sinni? (Ef svo ólíklega vildi til að eitthvert byggðarlag kæmi verr út þá væri hægur vandi að vinna í því með þeim fjármunum sem fengjust úr útboðinu.) Er þessi afstaða vinstri eða hægri? Þetta er einmitt einnig stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka, að koma í veg fyrir að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot útgerðarinnar af auðlind í þjóðareigu. Þessi fáeinu dæmi gætu varpað ljósi á hvaða flokkar eiga samleið þegar um stærstu mál þjóðarinnar og afkomu almennings er að ræða. Hér er ekki alveg einfalt að nota hina hefðbundnu mælikvarða á stjórnmálaflokkana og mun rökréttara er að bregða kvarðanum „standa flokkarnir með hagsmunum almennings gegn sérhagsmunum?“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Afar vinsælt er að finna Samfylkingunni flest til foráttu og kenna henni um flest það sem aflaga fór í síðustu ríkisstjórn og fyrir að hafa ekki leiðrétt allt það ranglæti sem þjóðin hefur verið beitt undanfarna áratugi. Hvort heldur það erný stjórnarskráinnköllun aflaheimildaendurreisn heilbrigðiskerfisins Svo aðeins fátt eitt sé talið. Merkilegt er að engu er líkara en margir þeir sem elska að andskotast út í flokkinn fyrir að hafa „brugðist“ t.d. í stjórnarskrármálinu eða innköllun kvótans virðast gjarnan vera aðilar sem vilja alls ekki nýja stjórnarskrá og engar breytingar á fiskveiðistjórninni, svo undarlega sem það kann að hljóma. Hér mætti t.d. nefna „Virkur í athugasemdum“ en honum er mjög áfram um „svik“ Samfylkingarinnar í stóru sem smáu.Vinstri, hægri, græn, blá Spyrja má hvar eigi að staðsetja Samfylkinguna á hefðbundnum vinstri/hægri – skala og þá jafnvel út frá því hvar aðrir flokkar hafa kosið að staðsetja sig. Hér skulu tilgreind nokkur dæmi.l Er það „vinstri“ við það að halda uppi matvælaverði til almennings með því að hamla innflutningi kjúklinga- og svínakjöts í samkeppni við „innlenda“ framleiðendur með lögheimili á Tortóla?l Hvað er „grænt“ við það að greiða fyrir landgræðslu sem sauðfé fær svo óáreitt að bíta þannig að síðan sé hægt að borga aftur meðgjöf með útflutningi þess sama kjöts? (Eins og prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur rakið í nokkrum blaðagreinum https://www.visir.is/storslysalegur-samningur/article/2016160529251)l Hvað er „vinstri“ við að festa í lög eina mjólkursamsölu í stað þess láta nægja að tryggja að allir bændur sitji við sama borð við söfnun mjólkur til einstakra úrvinnslustöðva Nú vill svo til að þessi þrjú ofangreindu tilvik eru öll einmitt stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka í landbúnaðarmálum en spurningin er, eru þau samt til vinstri? Bændur eiga vísan stuðning allra flokka en það er ekki sama hvernig fjármunum til þeirra er varið hvort halda eigi þeim í fátæktargildru næsta áratuginn eða stokka upp kerfið. Útboð fiskveiðikvóta – vinstri/hægri? Er eitthvað til „vinstri“ við það að neita að láta bjóða í fiskveiðikvóta svo að þjóðin hagnist sem mest á eign sinni? (Ef svo ólíklega vildi til að eitthvert byggðarlag kæmi verr út þá væri hægur vandi að vinna í því með þeim fjármunum sem fengjust úr útboðinu.) Er þessi afstaða vinstri eða hægri? Þetta er einmitt einnig stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka, að koma í veg fyrir að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot útgerðarinnar af auðlind í þjóðareigu. Þessi fáeinu dæmi gætu varpað ljósi á hvaða flokkar eiga samleið þegar um stærstu mál þjóðarinnar og afkomu almennings er að ræða. Hér er ekki alveg einfalt að nota hina hefðbundnu mælikvarða á stjórnmálaflokkana og mun rökréttara er að bregða kvarðanum „standa flokkarnir með hagsmunum almennings gegn sérhagsmunum?“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun