Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi tengdu losun fjármagnshafta. vísir/Eyþór Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira