Túristar tjalda á miðjum vegi Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2016 14:20 Ferðalangarnir gerðu sér lítið fyrir og tjölduðu nánast úti á miðri þjóðbrautinni. Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34