Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2016 16:39 Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47