Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 10:42 Mennirnir þrír eru sagðir hafa farið um friðlandið eins og verstu sóðar. Vísir/Facebook „Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
„Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?