Forsetinn og hugsjónirnar Viðar Hreinsson skrifar 6. júní 2016 16:23 Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Viðar Hreinsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar