Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Makedónía 8-0 | Ísland hænuskrefi frá EM eftir markasúpu í Laugardalnum Tryggvi Páll Tryggvason á Laugardalsvelli skrifar 7. júní 2016 22:15 Stelpurnar fagna einu af átta mörkum kvöldsins. vísir/eyþór Stelpurnar okkur eru nú hænuskrefi frá því að tryggja sér sæti á EM 2017 í Hollandi eftir stærsta sigur íslenska landsliðsins í undankeppnini til þessa þegar liðið lagði Makedóníu 8-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Yfirburðirnir voru slíkir að það eina sem Sandra Sigurðardóttir markmaður kvennalandsliðs hafði að gera í leiknum var að fagna með liðsfélögum sínum eftir hvert mark. Með sigrinum tyllti Ísland sér á topp riðils 1 í undankeppninni. Ísland og Skotland eru jöfn að stigum með 18 stig en Ísland er með betri markatölu og leik til góða. Eftir eru tveir heimaleikir og er liðið nánast öruggt með sæti í Hollandi næsta sumar. Það tók smá tíma fyrir stelpurnar að brjóta ísinn en fyrsta markið kom á 15. mínútu þegsar Fanndís Friðriksdóttir skoraði glæsilegt mark. Í upphafi leiks höfðu stelpurnar reynt að spila sig í gegnum vörn Makedóníu án árangurs. Fanndísi leiddist þófið, lét vaða af löngu færi fyrir utan vítateig og boltinn söng í netinu. Flóðgáttirnar brustu við mark Fanndísar og mörkin komu hreinlega á færibandi í fyrri hálfleik. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gerði fimm breytingar á liði sínu eftir sigurinn gegn Skotum síðastliðinn föstudag.Hin klettharða Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði með grímu í kvöld.vísir/eyþórFrábær innkoma Elínar Mettu Ein af þeim sem kom inn var Elín Metta Jensen og nýtti hún tækifærið afar vel. Tveimur mínútum eftir mark Fanndísar lagði Elín Metta upp annað mark Íslands þegar hún kom Hörpu Þorsteinsdóttir inn fyrir vörn Makedóníu. Elín skoraði svo sjálf þriðja mark Íslands á 25. mínútu. Mikill fengur af Elínu Mettu í liðinu og ljóst að það eykur breyddina í sóknarleik íslenska landsliðsins til muna. Það stóð varla steinn yfir steini í vörn Makedóníu og virkaði markmaður liðsins, Viktorija Panchura, afar óörugg í markinu. Var hún að leika sinn annan landsleik en hún er aðeins 16 ára gömul. Vondur dagur átti aðeins eftir að versna hjá henni en hún fór útaf meidd á 36. mínútu eftir að hafa fengið á sig tvö mörk til viðbótar við mörkin þrjú. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fjórða mark landsliðsins eftir gott þríhyrningsspil við Hörpu Þorsteinsdóttir. Harpa var svo aðgangshörð í fimmta marki Íslands þegar Elín Metta gaf boltann fyrir í fót Emiliju Stoilovsku sem skoraði sjálfsmark. Frábærar aðstæður voru til knattspyrnuiðkunar í Laugardalnum í kvöld og bauð landsliðið upp á algjöra sýningu fyrir þá 4270 áhorfendur sem mættir voru. Áður en flautað var til hálfleiks hafði Harpa Þorsteinsdóttir komið Íslandi í 6-0 með sínu níunda marki í undankeppni EM og varð hún þar með markahæsti leikmaður undankeppninnar. Fyrir leikinn í kvöld hafði makedónska liðið fengið á sig 37 mörk í undankeppninni og ekki er erfitt að ímynda sér ástæðuna fyrir því eftir leik kvöldsins. Vörn liðsins var hriplek og réði ekkert við ítrekuð hlaup fremstu þriggja leikmanna Íslands inn fyrir varnarlínuna.Ótrúlegt en satt tókst Margréti Láru ekki að skora í kvöld.vísir/eyþórMarkasúpan kólnaði í seinni hálfleikÞað var ekki sama markasúpan í seinni hálfleik og í þeim fyrri þó að ekki hafi vantað upp á sóknarleik íslenska landsliðsins. Strax á 50. mínútu var Ísland þó búið að bæta við þegar Fanndís skoraði sitt annað mark í leiknum eftir góðan undirbúning Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem var afar skeinuhætt á miðjunni í kvöld. Stelpurnar okkar óðu þó í færum í seinni hálfleik. Margrét Lára Viðarsdóttir kom inn á 59. mínútu og var fljótlega búinn að koma sér í dauðafæri þegar hún skallaði boltann framhjá ein og óvölduð í teignum eftir frábæra fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur. Þá var Berglind Björg Þorvaldsdóttir afar nærri því að skora sitt fyrsta landsliðsmark en skot hennar í markteignum fór í varnarmann. Dagný Brynjarsdóttir, sem kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur, skoraði áttunda og síðasta markið í kvöld. Sif Atladóttir brunaði uppp hægri kantinn og kom boltanum fyrir. Barst hann til Dagnýjar sem skoraði sitt fimmta mark í undankeppninni til þessa Lokatölur 8-0, stærsti sigur Íslands í riðlinum til þessa og geta Freyr og stelpurnar okkar vel við unað með frábæran sigur og góða frammistöðu gegn þó frekar slöku liði Makedóníu sem átti ekki skot í leiknum. Hingað til hefur undankeppnin verið fumlaus hjá íslenska landsliðinu. Þær eiga enn eftir að fá á sig mark og hafa unnið alla sína leiki hingað til. Liðið er þó enn ekki búið að tryggja sig endanlega á lokamótið í Hollandi næsta sumar en bíða þarf eftir úrslitum í leikjum í öðrum riðlum. Stelpurnar eru þó í afar vænlegri stöðu eigandi tvo heimaleiki eftir, gegn Slóveníu og Skotlandi, sem fara fram á Laugardalsvelli í september.Freyr Alexandersson fylgist með markasúpunni ásamt aðstoðarmanni sínum Ásmundi Haraldssyni í kvöld.vísir/eyþórFreyr: Fyllum völlinn 20. september Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið á EM 2017 eftir 8-0 stórsigur á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við spiluðum þokkalega vel. Við vorum auðvitað miklu betra liðið en það er svo erfitt að spila svona leiki,“ sagði Freyr sem kvaðst einnig ánægður með mætinguna á leikinn en rúmlega 4000 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn í kvöld. „Við hefðum getað slegið einhver met, og auðvitað á maður að sækjast eftir því, en þetta var fínt,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hefur aðeins horft upp á íslenska landsliðið tapa einu sinni í síðustu 13 leikjum sínum. „Það er meiriháttar, ég var ekki búinn að telja þetta. Eigum við ekki að halda því áfram?“ Freyr vill sjá fullan Laugardalsvöll, 20. september næstkomandi þegar Skotar koma í heimsókn í síðasta leiknum í undankeppninni. Þá verða nákvæmlega 35 ár síðan íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik, sem var einmitt gegn Skotlandi. „Við fáum þann leik heima og það er tími til kominn að við fyllum völlinn. Við skulum gera það 20. september, öll þjóðin. Það verður toppleikur tveggja frábærra liða,“ sagði Freyr að lokum.Elín Metta var virkilega góð í kvöld.vísir//eyþórElín Metta: Klípa sig til að halda fókus Elín Metta Jensen átti stjörnuleik þegar íslenska landsliðið lagði Makedóníu að velli á Laugardalsvelli í kvöld. Elín var ein af var ein af þeim leikmönnum sem komu inn í byrjunarliðið íslenska landsliðsins frá sigurleiknum gegn Skotlandi í síðustu umferð. Átti hún frábæra innkomu og var drifkrafturinn í sóknarleiknum í fyrri hálfleik í auðveldum 8-0 sigri liðsins á Makedóníu í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. „Það skiptir ekki máli hver kemur inn á í þessu liði. Það eru allar tilbúnar og koma inn með þvílíkan kraft. Það hefur verið að aukast hjá okkur undanfarna mánuði og við erum að verða sterkari og sterkari,“ segir Elín Metta. Elín skoraði mark og lagði upp önnur tvö og olli varnarmönnum Makedóníu sífelldum vandræðum með hlapuum sínum inn fyrir vörnina. Hún segir þó að það hafi verið erfitt að halda einbeitingu gegn jafn slöku liði og mætti til leiks á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Maður þarf að klípa í sig og segja sjálfum sér að halda fókus. Það er erfitt en maður verður að geta það í svona leikjum en ég get verið nokkuð ánægð með minn leik.“ Liðið er nánast öruggt með sæti á EM í Hollandi næsta sumar en liðið hefur spilað frábærlega í undankeppninni, ekki fengið á sig mark, unnið alla leikina og er með markatöluna 29-0 í sex leikjum. Framundan eru tveir leikir í haust þar sem liðið getur endanlega tryggt sig á lokamótið. „Við erum eins nálægt því og hægt er að vera að komast þarna inn og það þarf eitthvað mikið að fara úrskeiðis til þess að það takist ekki.“Hallbera G. Gísladóttir fagnar marki í kvöld.vísir/eyþórHallbera: Klára þetta á núllinu „Við ætluðum að stúta þeim,“ sagði Hallbera Gísladóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins aðspurð um uppleggið í leik íslenska landsliðsins gegn Makedóníu í kvöld. Óhætt er að segja að það hafi tekist en leikar fóru 8-0 í afar auðveldum og þægilegum sigri á slöku liði Makedóníu. Hallbera segir að það erfiðista við leikinn í kvöld hafi verið að halda einbeitingu í 90 mínútur. „Það reyndi aðallega á hausinn að halda einbeitingu í 90 mínútur gegn arfaslökum andstæðingum. Það gengur upp og niður og stundum er auðvelt að detta niður á sama plan og andstæðingurinn. Mér finnst við þó hafa náð að klára þetta nokkuð sannfærandi,“ segir Hallbera með bros á vör. Ekki reyndi mikið á varnarleik liðsins í kvöld enda fór andstæðingurinn afar sjaldan inn á vallarhelming íslenska landsliðsins. Íslenska vörnin hefur verið afar sterk í undankeppninni og hefur ekki fengið á sig mark í öllum sex leikjum liðsins hingað til. Hallbera segir að markmiðið sé að halda því þannig út undankeppnina. „Það hefur kannski ekki reynt rosalega mikið á okkur í þessum leikjum í keppninni en t.d. gegn Skotlandi þá gekk okkar leikur fullkomnlega. Ég vona að við höldum út næstu tvo leiki og klárum þetta á núllinu bara,“ segir Hallbera sem sér EM í Hollandi næsta sumar í hyllingum. „Ég held að við getum nánast sett staðfest í sviga fyrir aftan það. Við eigum samt eftir að klára þetta 100 prósent og við ætlum að gera það,“ en framundan eru tveir heimaleikir í september þar sem Ísland getur endanlega gulltryggt sætið á lokamóti EM.vísir/eyþórvísir/eyþórVísirvísir/eyþórvísir/eyþór Íslenski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Stelpurnar okkur eru nú hænuskrefi frá því að tryggja sér sæti á EM 2017 í Hollandi eftir stærsta sigur íslenska landsliðsins í undankeppnini til þessa þegar liðið lagði Makedóníu 8-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Yfirburðirnir voru slíkir að það eina sem Sandra Sigurðardóttir markmaður kvennalandsliðs hafði að gera í leiknum var að fagna með liðsfélögum sínum eftir hvert mark. Með sigrinum tyllti Ísland sér á topp riðils 1 í undankeppninni. Ísland og Skotland eru jöfn að stigum með 18 stig en Ísland er með betri markatölu og leik til góða. Eftir eru tveir heimaleikir og er liðið nánast öruggt með sæti í Hollandi næsta sumar. Það tók smá tíma fyrir stelpurnar að brjóta ísinn en fyrsta markið kom á 15. mínútu þegsar Fanndís Friðriksdóttir skoraði glæsilegt mark. Í upphafi leiks höfðu stelpurnar reynt að spila sig í gegnum vörn Makedóníu án árangurs. Fanndísi leiddist þófið, lét vaða af löngu færi fyrir utan vítateig og boltinn söng í netinu. Flóðgáttirnar brustu við mark Fanndísar og mörkin komu hreinlega á færibandi í fyrri hálfleik. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gerði fimm breytingar á liði sínu eftir sigurinn gegn Skotum síðastliðinn föstudag.Hin klettharða Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði með grímu í kvöld.vísir/eyþórFrábær innkoma Elínar Mettu Ein af þeim sem kom inn var Elín Metta Jensen og nýtti hún tækifærið afar vel. Tveimur mínútum eftir mark Fanndísar lagði Elín Metta upp annað mark Íslands þegar hún kom Hörpu Þorsteinsdóttir inn fyrir vörn Makedóníu. Elín skoraði svo sjálf þriðja mark Íslands á 25. mínútu. Mikill fengur af Elínu Mettu í liðinu og ljóst að það eykur breyddina í sóknarleik íslenska landsliðsins til muna. Það stóð varla steinn yfir steini í vörn Makedóníu og virkaði markmaður liðsins, Viktorija Panchura, afar óörugg í markinu. Var hún að leika sinn annan landsleik en hún er aðeins 16 ára gömul. Vondur dagur átti aðeins eftir að versna hjá henni en hún fór útaf meidd á 36. mínútu eftir að hafa fengið á sig tvö mörk til viðbótar við mörkin þrjú. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fjórða mark landsliðsins eftir gott þríhyrningsspil við Hörpu Þorsteinsdóttir. Harpa var svo aðgangshörð í fimmta marki Íslands þegar Elín Metta gaf boltann fyrir í fót Emiliju Stoilovsku sem skoraði sjálfsmark. Frábærar aðstæður voru til knattspyrnuiðkunar í Laugardalnum í kvöld og bauð landsliðið upp á algjöra sýningu fyrir þá 4270 áhorfendur sem mættir voru. Áður en flautað var til hálfleiks hafði Harpa Þorsteinsdóttir komið Íslandi í 6-0 með sínu níunda marki í undankeppni EM og varð hún þar með markahæsti leikmaður undankeppninnar. Fyrir leikinn í kvöld hafði makedónska liðið fengið á sig 37 mörk í undankeppninni og ekki er erfitt að ímynda sér ástæðuna fyrir því eftir leik kvöldsins. Vörn liðsins var hriplek og réði ekkert við ítrekuð hlaup fremstu þriggja leikmanna Íslands inn fyrir varnarlínuna.Ótrúlegt en satt tókst Margréti Láru ekki að skora í kvöld.vísir/eyþórMarkasúpan kólnaði í seinni hálfleikÞað var ekki sama markasúpan í seinni hálfleik og í þeim fyrri þó að ekki hafi vantað upp á sóknarleik íslenska landsliðsins. Strax á 50. mínútu var Ísland þó búið að bæta við þegar Fanndís skoraði sitt annað mark í leiknum eftir góðan undirbúning Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem var afar skeinuhætt á miðjunni í kvöld. Stelpurnar okkar óðu þó í færum í seinni hálfleik. Margrét Lára Viðarsdóttir kom inn á 59. mínútu og var fljótlega búinn að koma sér í dauðafæri þegar hún skallaði boltann framhjá ein og óvölduð í teignum eftir frábæra fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur. Þá var Berglind Björg Þorvaldsdóttir afar nærri því að skora sitt fyrsta landsliðsmark en skot hennar í markteignum fór í varnarmann. Dagný Brynjarsdóttir, sem kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur, skoraði áttunda og síðasta markið í kvöld. Sif Atladóttir brunaði uppp hægri kantinn og kom boltanum fyrir. Barst hann til Dagnýjar sem skoraði sitt fimmta mark í undankeppninni til þessa Lokatölur 8-0, stærsti sigur Íslands í riðlinum til þessa og geta Freyr og stelpurnar okkar vel við unað með frábæran sigur og góða frammistöðu gegn þó frekar slöku liði Makedóníu sem átti ekki skot í leiknum. Hingað til hefur undankeppnin verið fumlaus hjá íslenska landsliðinu. Þær eiga enn eftir að fá á sig mark og hafa unnið alla sína leiki hingað til. Liðið er þó enn ekki búið að tryggja sig endanlega á lokamótið í Hollandi næsta sumar en bíða þarf eftir úrslitum í leikjum í öðrum riðlum. Stelpurnar eru þó í afar vænlegri stöðu eigandi tvo heimaleiki eftir, gegn Slóveníu og Skotlandi, sem fara fram á Laugardalsvelli í september.Freyr Alexandersson fylgist með markasúpunni ásamt aðstoðarmanni sínum Ásmundi Haraldssyni í kvöld.vísir/eyþórFreyr: Fyllum völlinn 20. september Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið á EM 2017 eftir 8-0 stórsigur á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við spiluðum þokkalega vel. Við vorum auðvitað miklu betra liðið en það er svo erfitt að spila svona leiki,“ sagði Freyr sem kvaðst einnig ánægður með mætinguna á leikinn en rúmlega 4000 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn í kvöld. „Við hefðum getað slegið einhver met, og auðvitað á maður að sækjast eftir því, en þetta var fínt,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hefur aðeins horft upp á íslenska landsliðið tapa einu sinni í síðustu 13 leikjum sínum. „Það er meiriháttar, ég var ekki búinn að telja þetta. Eigum við ekki að halda því áfram?“ Freyr vill sjá fullan Laugardalsvöll, 20. september næstkomandi þegar Skotar koma í heimsókn í síðasta leiknum í undankeppninni. Þá verða nákvæmlega 35 ár síðan íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik, sem var einmitt gegn Skotlandi. „Við fáum þann leik heima og það er tími til kominn að við fyllum völlinn. Við skulum gera það 20. september, öll þjóðin. Það verður toppleikur tveggja frábærra liða,“ sagði Freyr að lokum.Elín Metta var virkilega góð í kvöld.vísir//eyþórElín Metta: Klípa sig til að halda fókus Elín Metta Jensen átti stjörnuleik þegar íslenska landsliðið lagði Makedóníu að velli á Laugardalsvelli í kvöld. Elín var ein af var ein af þeim leikmönnum sem komu inn í byrjunarliðið íslenska landsliðsins frá sigurleiknum gegn Skotlandi í síðustu umferð. Átti hún frábæra innkomu og var drifkrafturinn í sóknarleiknum í fyrri hálfleik í auðveldum 8-0 sigri liðsins á Makedóníu í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. „Það skiptir ekki máli hver kemur inn á í þessu liði. Það eru allar tilbúnar og koma inn með þvílíkan kraft. Það hefur verið að aukast hjá okkur undanfarna mánuði og við erum að verða sterkari og sterkari,“ segir Elín Metta. Elín skoraði mark og lagði upp önnur tvö og olli varnarmönnum Makedóníu sífelldum vandræðum með hlapuum sínum inn fyrir vörnina. Hún segir þó að það hafi verið erfitt að halda einbeitingu gegn jafn slöku liði og mætti til leiks á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Maður þarf að klípa í sig og segja sjálfum sér að halda fókus. Það er erfitt en maður verður að geta það í svona leikjum en ég get verið nokkuð ánægð með minn leik.“ Liðið er nánast öruggt með sæti á EM í Hollandi næsta sumar en liðið hefur spilað frábærlega í undankeppninni, ekki fengið á sig mark, unnið alla leikina og er með markatöluna 29-0 í sex leikjum. Framundan eru tveir leikir í haust þar sem liðið getur endanlega tryggt sig á lokamótið. „Við erum eins nálægt því og hægt er að vera að komast þarna inn og það þarf eitthvað mikið að fara úrskeiðis til þess að það takist ekki.“Hallbera G. Gísladóttir fagnar marki í kvöld.vísir/eyþórHallbera: Klára þetta á núllinu „Við ætluðum að stúta þeim,“ sagði Hallbera Gísladóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins aðspurð um uppleggið í leik íslenska landsliðsins gegn Makedóníu í kvöld. Óhætt er að segja að það hafi tekist en leikar fóru 8-0 í afar auðveldum og þægilegum sigri á slöku liði Makedóníu. Hallbera segir að það erfiðista við leikinn í kvöld hafi verið að halda einbeitingu í 90 mínútur. „Það reyndi aðallega á hausinn að halda einbeitingu í 90 mínútur gegn arfaslökum andstæðingum. Það gengur upp og niður og stundum er auðvelt að detta niður á sama plan og andstæðingurinn. Mér finnst við þó hafa náð að klára þetta nokkuð sannfærandi,“ segir Hallbera með bros á vör. Ekki reyndi mikið á varnarleik liðsins í kvöld enda fór andstæðingurinn afar sjaldan inn á vallarhelming íslenska landsliðsins. Íslenska vörnin hefur verið afar sterk í undankeppninni og hefur ekki fengið á sig mark í öllum sex leikjum liðsins hingað til. Hallbera segir að markmiðið sé að halda því þannig út undankeppnina. „Það hefur kannski ekki reynt rosalega mikið á okkur í þessum leikjum í keppninni en t.d. gegn Skotlandi þá gekk okkar leikur fullkomnlega. Ég vona að við höldum út næstu tvo leiki og klárum þetta á núllinu bara,“ segir Hallbera sem sér EM í Hollandi næsta sumar í hyllingum. „Ég held að við getum nánast sett staðfest í sviga fyrir aftan það. Við eigum samt eftir að klára þetta 100 prósent og við ætlum að gera það,“ en framundan eru tveir heimaleikir í september þar sem Ísland getur endanlega gulltryggt sætið á lokamóti EM.vísir/eyþórvísir/eyþórVísirvísir/eyþórvísir/eyþór
Íslenski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira