Fleiri leikmenn á EM spila í Liechtenstein en í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:00 Kári Árnason spilaði nokkur tímabil í úrvalsdeildinni á Íslandi en Kolbeinn Sigþórsson hefur aldrei spilað þar. Hér sjást þeir koma út úr flugvélinni í Frakklandi í gær. Vísir/EPA Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira