Andy Cole, fyrrverandi framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta, telur Daniel Sturridge, framherja Liverpool, vera betri en tvo af þremur markahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur; Harry Kane og Jamie Vardy.
Sturridge virðist vera fyrir aftan þessa tvo í goggunarröðinni hjá Roy Hodgson en Vardy og Kane skoruðu samtals 49 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Kane var fyrsti Englendingurinn til að vinna gullskóinn síðan Kevin Phillips gerði það árið 2000.
Sturridge var mikið meiddur á síðustu leiktíð eins og svo oft áður. Hann byrjaði aðeins ellefu leiki í deildinni en skoraði samt átta mörk og þrettán í deildina.
„Sturridge er besti framherji enska liðsins þegar hann er heill,“ segir Cole. „Ég veit að Kane átti góða leiktíð og Vardy ótrúlega góða. Vardy skoraði ekki nema fimm mörk á tímabilinu þar á undan en setti svo 24 núna. Það er ótrúlegt.“
„Ef menn ná að halda Sturridge heilum er hann besti enski framherjinn. Markið sem hann skoraði í úrslitaleik Evrópudeildarinnar var magnað.“
„Mörkin sem Sturridge skorar fyrir Liverpool þegar hann er heill - og líka mörkin sem hann skoraði fyrir Chelsea og Manchester City - sýna hversu góður hann er. Það er ekki margir framherjar í heiminum sem geta gert það sem hann gerir,“ segir Daniel Sturridge.
England er í B-riðlinum á EM með Wales, Rússlandi og Slóvakíu en fyrsti leikur enska liðsins verður gegn Rússum á laugardaginn.
Segir Sturridge betri en Vardy og Kane
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn