Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2016 15:34 Fólk í dreifbýlinu sér fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít í sumar, hvert sem farið er. Vorboðinn ljúfi er kúkandi túristi. Þetta segir Helga Kvam, tónlistarmaður og ljósmyndari, sem keyrði fram á einn slíkan á heimreiðinni. Hún býr í dreifbýli, í Eyjafirði skammt frá Akureyri. „Já, sumarið er komið. Fyrsti túristi þessa árs gripinn með buxurnar niðrum sig á heimreiðinni. Hvar á þetta fólk eiginlega að kúka?“ spyr Helga.Keyrði fram á túrista með allt niðrum sig Hún var að keyra frá heimili sínu snemma morguns. Og þá var hann á miðri heimreiðinni, eða úti í vegakanti þegar Helga keyrði fram á hann. Ferðamaðurinn reis upp þar sem hún fór hjá, og girti sig.Í nýrri skýrslu er talað um að salernisaðstaða sé víða hreinlega ekki til staðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Bítinu í morgun að um 200-300 milljónum króna væri verið að verja í bragarbót í þeim málum.Helga, og fjölmargir aðrir sem tjá sig á Facebooksíðu hennar, hugsa með hryllingi til komandi sumars. Sjá fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít hvert sem farið verður. Ástandið var slæmt í fyrra. Þá komu 1,3 milljón ferðamanna til landsins. Nú er gert ráð fyrir 1,7 milljón ferðamönnum. Og litlar úrbætur hafa verið gerð í tíð þess ráðherra sem ber ábyrgð á ferðamálum, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.Ófremdarástandi lýst í nýrri skýrslu Í nýútkominni skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, sem Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir, kemur fram að um hálfgert neyðarástand sé að ræða: „Við marga af helstu ferðamannastöðum landsins er salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einkaaðila sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini, t.d. bensínsstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Utan hefðbundins opnunartíma, t.d. um nætur, á frídögum og á veturna er þessi aðstaða víða lokuð og versnar þá aðgengi að salernum til muna,“ segir meðal annars í skýrslunni:Skilti sem þessi eru líkast til skammgóður vermir. Þegar mönnum verður brátt í brók, þá er það bara þannig.„Viðmælendur voru allir sammála um að mikill skortur er um allt land á boðlegum almenningssalernum sem eru undir eftirliti þjónustuaðila og opin eru allan sólarhringinn alla daga ársins.“Sjá nánar skýrsluna hér.Hraukurinn á miðri heimkeyrslunni En, Helga þarf svo sem enga skýrslu til að láta segja sér þetta. „Í fyrra vorum við að taka eftir þessu út um allt og steininn tók úr þegar hraukurinn var í miðri innkeyrslunni.“ Helga lýsir því að þetta sé sérstaklega þegar fólk er að keyra austurleiðina, sé kannski að koma frá Egilsstöðum snemma dags eða að nóttu; þá er nákvæmlega engin aðstaða á leiðinni. „Ekkert klósettstopp fyrr en á Akureyri. Ef þú ert að keyra frá Egilsstöðum, þá ertu í djúpum skít í orðsins fyllstu,“ segir Helga og kallar eftir úrbótum.Helga Kvam. Vorboðinn ljúfi er túristi að kúka í heimkeyrslunni.„Þetta er í öllum vegaköntum. Við í dreifbýlinu sækjum póstinn okkar út að vegi og þar eru vegsummerkin, klósettpappír út um allt.“Jónasarlundur orðinn útskitið ógeð Helga fer sem ljósmyndari víða og hún segir að lautunum sem menn geta hætt sér í fari mjög fækkandi. „Á leiðinni inn í Akureyri er skógarreitur og grínlaust, við neðra bílastæðið þar er klósettpappírsrúlla á trjágrein. Jónasarlundur er útskitinn, mannaskítur út um allt og algjört ógeð.“ Helga segir þetta eiga við um dreifbýlið allt. Sérstaklega þar sem langt er á milli þjónustustaða. Og þessir litlu camperar, eða húsbílar, þeir eru ekki með ferðaklósett. „Nú, ef fólki verður brátt í brók, þá er það bara þannig. Ef við erum að taka á móti þessu fólki þá verðum við að gera það almennilega. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Við erum að rukka fyrir gistingu, sem kostar kannski annað nýrað og það er engin þjónusta,“ segir Helga.Sum svæði á hendi sveitarfélaga Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sat fyrir svörum í Bítinu í morgun þar sem salernisaðstaða fyrir ferðamenn um land allt var til umræðu. Þar sagði Ragnheiður Elín meðal annars að verið væri að verja 200-300 milljónum króna í uppbyggingu á salernisaðstöðu í augnablikinu. Þá væri það einfaldlega þannig að á ákveðnum stöðum, svo sem Jökulsárlóni og Seljavallalaug, væri það ekki upp á stjórnvöld að klaga að bæta úr þeim efnum. Sama gilti um Seljalandsfoss. „Sveitarfélagið sem hefur umsjón með þeim stað þarf að girða sig í brók og klára þetta,“ sagði Ragnheiður en viðtalið má finna hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Vorboðinn ljúfi er kúkandi túristi. Þetta segir Helga Kvam, tónlistarmaður og ljósmyndari, sem keyrði fram á einn slíkan á heimreiðinni. Hún býr í dreifbýli, í Eyjafirði skammt frá Akureyri. „Já, sumarið er komið. Fyrsti túristi þessa árs gripinn með buxurnar niðrum sig á heimreiðinni. Hvar á þetta fólk eiginlega að kúka?“ spyr Helga.Keyrði fram á túrista með allt niðrum sig Hún var að keyra frá heimili sínu snemma morguns. Og þá var hann á miðri heimreiðinni, eða úti í vegakanti þegar Helga keyrði fram á hann. Ferðamaðurinn reis upp þar sem hún fór hjá, og girti sig.Í nýrri skýrslu er talað um að salernisaðstaða sé víða hreinlega ekki til staðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Bítinu í morgun að um 200-300 milljónum króna væri verið að verja í bragarbót í þeim málum.Helga, og fjölmargir aðrir sem tjá sig á Facebooksíðu hennar, hugsa með hryllingi til komandi sumars. Sjá fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít hvert sem farið verður. Ástandið var slæmt í fyrra. Þá komu 1,3 milljón ferðamanna til landsins. Nú er gert ráð fyrir 1,7 milljón ferðamönnum. Og litlar úrbætur hafa verið gerð í tíð þess ráðherra sem ber ábyrgð á ferðamálum, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.Ófremdarástandi lýst í nýrri skýrslu Í nýútkominni skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, sem Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir, kemur fram að um hálfgert neyðarástand sé að ræða: „Við marga af helstu ferðamannastöðum landsins er salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einkaaðila sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini, t.d. bensínsstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Utan hefðbundins opnunartíma, t.d. um nætur, á frídögum og á veturna er þessi aðstaða víða lokuð og versnar þá aðgengi að salernum til muna,“ segir meðal annars í skýrslunni:Skilti sem þessi eru líkast til skammgóður vermir. Þegar mönnum verður brátt í brók, þá er það bara þannig.„Viðmælendur voru allir sammála um að mikill skortur er um allt land á boðlegum almenningssalernum sem eru undir eftirliti þjónustuaðila og opin eru allan sólarhringinn alla daga ársins.“Sjá nánar skýrsluna hér.Hraukurinn á miðri heimkeyrslunni En, Helga þarf svo sem enga skýrslu til að láta segja sér þetta. „Í fyrra vorum við að taka eftir þessu út um allt og steininn tók úr þegar hraukurinn var í miðri innkeyrslunni.“ Helga lýsir því að þetta sé sérstaklega þegar fólk er að keyra austurleiðina, sé kannski að koma frá Egilsstöðum snemma dags eða að nóttu; þá er nákvæmlega engin aðstaða á leiðinni. „Ekkert klósettstopp fyrr en á Akureyri. Ef þú ert að keyra frá Egilsstöðum, þá ertu í djúpum skít í orðsins fyllstu,“ segir Helga og kallar eftir úrbótum.Helga Kvam. Vorboðinn ljúfi er túristi að kúka í heimkeyrslunni.„Þetta er í öllum vegaköntum. Við í dreifbýlinu sækjum póstinn okkar út að vegi og þar eru vegsummerkin, klósettpappír út um allt.“Jónasarlundur orðinn útskitið ógeð Helga fer sem ljósmyndari víða og hún segir að lautunum sem menn geta hætt sér í fari mjög fækkandi. „Á leiðinni inn í Akureyri er skógarreitur og grínlaust, við neðra bílastæðið þar er klósettpappírsrúlla á trjágrein. Jónasarlundur er útskitinn, mannaskítur út um allt og algjört ógeð.“ Helga segir þetta eiga við um dreifbýlið allt. Sérstaklega þar sem langt er á milli þjónustustaða. Og þessir litlu camperar, eða húsbílar, þeir eru ekki með ferðaklósett. „Nú, ef fólki verður brátt í brók, þá er það bara þannig. Ef við erum að taka á móti þessu fólki þá verðum við að gera það almennilega. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Við erum að rukka fyrir gistingu, sem kostar kannski annað nýrað og það er engin þjónusta,“ segir Helga.Sum svæði á hendi sveitarfélaga Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sat fyrir svörum í Bítinu í morgun þar sem salernisaðstaða fyrir ferðamenn um land allt var til umræðu. Þar sagði Ragnheiður Elín meðal annars að verið væri að verja 200-300 milljónum króna í uppbyggingu á salernisaðstöðu í augnablikinu. Þá væri það einfaldlega þannig að á ákveðnum stöðum, svo sem Jökulsárlóni og Seljavallalaug, væri það ekki upp á stjórnvöld að klaga að bæta úr þeim efnum. Sama gilti um Seljalandsfoss. „Sveitarfélagið sem hefur umsjón með þeim stað þarf að girða sig í brók og klára þetta,“ sagði Ragnheiður en viðtalið má finna hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira