Ísland bar sigur úr býtum í fyrsta leik sínum í forkeppni HM/EM smáþjóða. Liðið mætti Skotum í Laugardalshöll í kvöld og vann í oddahrinu, 3-2.
Ísland vann fyrstu hrinuna, 25-21, en Skotar náðu að svara og vinna þá næstu sannfærandi, 25-15.
Strákarnir unnu svo þriðju hrinuna, 25-18, og voru nálægt því að klára leikinn í fjórðu hrinu er þeir komust í 22-20 forystu. Skotarnir náðu þó að vinna hrinuna að lokum, 25-23.
Lokahrinan var svo æsispennandi en svo fór að Ísland vann, 15-13.
Theódór Óskar Þorvaldssson var með átján stig fyrir Ísland og tvíburabræðurnir Kristán og Hafsteinn Valdimarssynir með fjórtán stig hvor.
Blaklandsliðið byrjaði vel
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

