Ætlar að kæra framkvæmd kosninganna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. maí 2016 09:52 Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira