Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 15:15 María Helga Guðmundsdóttir er landsliðskona í karate. Mynd/Karatesamband Íslands Landsliðskona í karate sem jafnframt er íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78 ætlar að segja frá stöðu hinsegin fólks í íþróttum á hádegisfundi ÍSÍ á miðvikudag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á mjög athyglisverðan hádegisfund í sal E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal á miðvikudaginn en fundurinn mun standa yfir frá klukkan 12.00 til 13.00. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá fundinum á heimasíðu sinni. Viðfangsefni fundarins er mál sem hefur komið meira og meira inn í umræðuna að undanförnu eftir að hafa verið alltof lengi á bak við tjöldin. Spurningin sem á að svara á fundunum á miðvikudaginn er eftirfarandi: Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum. María Helga vann í vetur gull og brons á opna sænska meistaramótinu í Malmö í mars og hún vann einnig silfur í í kumite kvenna á Norðurlandamótinu í Álaborg í Danmörku í apríl. Í fyrirlestrinum hennar Maríu Helgu verður ýmsum umræðuefnum velt upp og þar á meðal þessum þremur: Hvað er kynjakerfið og hvernig hefur það áhrif á íþróttamenningu? Hvað þýða hugtök eins og intersex og kynsegin? Hvernig birtast fordómar á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum? Hvaða reglur gilda um þátttöku trans og intersex fólks í kynjaskiptum keppnisíþróttum? Og hvað er hægt að gera sem þjálfari eða liðsfélagi til að styðja hinsegin fólk í íþróttum og stuðla að opnu og fordómalausu umhverfi? Fundurinn verður líka tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ nokkrum dögum seinna. Það er hægt að skrá sig á fundinn hér og lesa meira um fundinn inn á fésbókarsíðu hans. Aðrar íþróttir Hinsegin Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira
Landsliðskona í karate sem jafnframt er íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78 ætlar að segja frá stöðu hinsegin fólks í íþróttum á hádegisfundi ÍSÍ á miðvikudag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á mjög athyglisverðan hádegisfund í sal E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal á miðvikudaginn en fundurinn mun standa yfir frá klukkan 12.00 til 13.00. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá fundinum á heimasíðu sinni. Viðfangsefni fundarins er mál sem hefur komið meira og meira inn í umræðuna að undanförnu eftir að hafa verið alltof lengi á bak við tjöldin. Spurningin sem á að svara á fundunum á miðvikudaginn er eftirfarandi: Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum. María Helga vann í vetur gull og brons á opna sænska meistaramótinu í Malmö í mars og hún vann einnig silfur í í kumite kvenna á Norðurlandamótinu í Álaborg í Danmörku í apríl. Í fyrirlestrinum hennar Maríu Helgu verður ýmsum umræðuefnum velt upp og þar á meðal þessum þremur: Hvað er kynjakerfið og hvernig hefur það áhrif á íþróttamenningu? Hvað þýða hugtök eins og intersex og kynsegin? Hvernig birtast fordómar á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum? Hvaða reglur gilda um þátttöku trans og intersex fólks í kynjaskiptum keppnisíþróttum? Og hvað er hægt að gera sem þjálfari eða liðsfélagi til að styðja hinsegin fólk í íþróttum og stuðla að opnu og fordómalausu umhverfi? Fundurinn verður líka tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ nokkrum dögum seinna. Það er hægt að skrá sig á fundinn hér og lesa meira um fundinn inn á fésbókarsíðu hans.
Aðrar íþróttir Hinsegin Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira