Íslenski boltinn

Litli bróðir Abels Dhaira spilar á Íslandi og uppfyllir draum stóra bróðurs

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Abel Dhaira kvaddi fyrr á þessu ári eftir stutta baráttu við krabbamein.
Abel Dhaira kvaddi fyrr á þessu ári eftir stutta baráttu við krabbamein. vísir/vilhelm
Eric Dhaira, litli bróðir Abels Dhaira, fyrrverandi markvarðar ÍBV sem lést úr krabbameini fyrr á árinu, hefur fengið boð frá Eyjamönnum um að æfa og spila með 2. flokki ÍBV og venslafélaginu KFS í 3. deildinni.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Eyjamönnum að Abel kom að máli við stjórn ÍBV undir lok síðasta tímabils og óskaði eftir því að taka bróður sinn með sér þegar hann kæmi aftur frá Úganda.

„Það var stór draumur Abels að fá bróður sinn til Íslands með sér og leyfa honum að kynnast landi og  þjóð sem og að æfa með 2. flokki ÍBV,“ segir í tilkynningu Eyjamanna.

Abel lést fyrr á þessu ári eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Þegar hann kvaddi ákvað knattspyrnuráð ÍBV að bjóða Eric til landsins og hafa hann hér út tímabilið.

Eric gerði nýlega samning við liðið Soana í Úganda en Eyjamenn fengu Saona til að lána Eric út tímabilið svo hann fái tækifæri til að uppfylla draum Abels.

Eric á nokkra landsleiki með yngri landsliðum Úganda. Hann er kominn með leikheimild með 2. flokki ÍBV og KFS en hann er væntanlegur til Eyja í lok vikunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×