Shinzō Abe, forsætisráðherra Japan, sagði í dag að Japan setti sig alfarið á móti því að valdi væri breytt til að breyta ástandinu. Hann fór eftir því að farið væri eftir alþjóðalögum. Bandaríkin áréttuðu líka áhyggjur sínar vegna aðgerða Kína í Suður-Kínahafi.

Hua Chunying, talskona Utanríkisráðuneytis Kína, segir í samtali við Reuters fréttaveituna, að Suður-Kínahaf hafi ekkert að gera með aðildarþjóðir G7. (Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin).
„Kína er alfarið á móti því að einstakar þjóðir fari að magna upp ástandið í Suður-Kínahafi vegna eigin hagsmuna.“
Ræddu einnig Norður-Kóreu
Leiðtogarnir ræddu einnig kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði yfirvöld einræðisríkisins vera staðráðin í að koma upp kjarnorkuvopnum og Abe sagði það ógna heiminum öllum.
Hann sagði að það þyrfti að koma stjórnvöldum í Pyonyang í skilning um að framtíð Norður-Kóreu væri ekki björt með kjarnorkuvopnum.