Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Ferðamenn gætu komist beint frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ með fluglestinni. vísir/Vilhelm „Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
„Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira