Þrjú þúsund á hverju kvöldi í norðurljósaferð Þórdís Valsdóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu. vísir/GVA Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira