Leggjum AGS niður Lars Christensen skrifar 11. maí 2016 09:15 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira